| HI
Sado Mané hefur sem kunnugt er verið frá vegna meiðsla síðustu tvær vikurnar frá því að hann varð fyrir smávægilegum vöðvameiðslum í leiknum gegn Wolves. Þau urðu til þess að hann missti af deildarleikjunum gegn West Ham og Southampton, og svo bikarleikjunum gegn Shrewsbury sem hann hefði líklega ekki spilað hvort sem er.
Hann setti myndskeið inn á Instagramsíðuna sína þar sem hann sýndi snilli sína og miðað við það ætti í það minnsta ekki að vera langt í að við sjáum hann aftur í leik. Ekkert hefur þó verið gefið neitt opinberlega út um hvenær það verður en næsti deildarleikur er útileikur gegn Norwich á laugardaginn.
Það er þó ekki hægt að segja að við höfum saknað Mané sérstaklega, þar sem öruggir sigrar hafa unnist í síðustu tveimur deildarleikjum. Því má gera ráð fyrir að engin óþarfa áhætta verið tekin með Mané og hann verði ekki látinn spila nema það sé öruggt að hann hafi náð sér að fullu.
TIL BAKA
Mane lítur vel út á æfingu
Sado Mané hefur sem kunnugt er verið frá vegna meiðsla síðustu tvær vikurnar frá því að hann varð fyrir smávægilegum vöðvameiðslum í leiknum gegn Wolves. Þau urðu til þess að hann missti af deildarleikjunum gegn West Ham og Southampton, og svo bikarleikjunum gegn Shrewsbury sem hann hefði líklega ekki spilað hvort sem er. Hann setti myndskeið inn á Instagramsíðuna sína þar sem hann sýndi snilli sína og miðað við það ætti í það minnsta ekki að vera langt í að við sjáum hann aftur í leik. Ekkert hefur þó verið gefið neitt opinberlega út um hvenær það verður en næsti deildarleikur er útileikur gegn Norwich á laugardaginn.
Það er þó ekki hægt að segja að við höfum saknað Mané sérstaklega, þar sem öruggir sigrar hafa unnist í síðustu tveimur deildarleikjum. Því má gera ráð fyrir að engin óþarfa áhætta verið tekin með Mané og hann verði ekki látinn spila nema það sé öruggt að hann hafi náð sér að fullu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dominik er sama hvar hann spilar -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Óvíst með Ibrahima Konaté -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Ekkert mark í fyrsta sinn í rúmt ár! -
| Sf. Gutt
Pep Lijnders kominn á annan bekk! -
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann!
Fréttageymslan

