| Sf. Gutt

Fjögurhundruð dagar!


Í dag, 6. febrúar, eru 400 dagar liðnir frá því Liverpool tapaði síðast leik í ensku deildarkeppninni. Það eru býsna margir dagar ef út í það er farið!


Liverpool tapaði síðast deildarleik 3. janúar í fyrra þegar liðið mátti þola 2:1 tap fyrir Manchester City í Manchester. Frá þeim degi munu vera liðnir 400 dagar ef rétt er talið!


Á þessum 400 dögum hefur Liverpool leikið 42 deildarleiki án taps. Það er jafnt afreki Nottingham Forest frá 1977/78. Metið í efstu deild eru 49 leikir og er í eigu Arsenal frá 2003/04. Arsenal lék alla 38 leikina á leiktíðinni 2003/04 án þess að tapa.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan