| HI

Draumurinn rættist hjá Curtis Jones

Ævilangur draumur Curtis Jones rættist í gærkvöldi þegar hann bar fyrirliðabandið í aðalliðsleik með Liverpool. Hann stóð sannarlega undir traustinu sem Neil Critchley setti á hann og leiddi liðið til sigurs. Hann varð jafnframt yngsti fyrirliðinn i sögu aðalliðs Liverpool og sló þar 120 ára gamalt met Alex Raisbecks. Liðið var auk þess það yngsta í sögu félagsins.

Jonaes var að vonum afar ánægður með áfangann og leikinn. „Þetta er ótrúleg tilfinning. Drengirnir, þjálfararnir og starfsliðið sem æfði með okkur hefur verið frábært alla vikuna og það er stórkostleg tilfinning að vera yngsti fyrirliðinn i sögu félagsins. Og ég er ánægður með að í þokkabót náðum við að vinna leikinn fyrir frábæra stuðningsmenn okkar.

Það er líka frábær tilfinning að viðhalda taplausu hrinunni á Anfield. Ég veit að strákarnir sem nú eru í fríi vonuðu það heitt og innilega að við myndum halda þessari hrinu við og það tókst. Við eigum Chelsea næst og ég held að við höfum gefið stjóranum hausverk yfir því hvernig hann ætlar að velja liðið.“

Sjáum hvernig gengur að vinna úr þeim hausverk.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan