| Sf. Gutt

Mohamed er magnaður!


Mohamed Salah skoraði tvö mörk á móti Southampton á dögunum. Leikurinn var 50. deildarleikurinn sem hann hefur spilað á Anfield frá því hann gekk til liðs við Liverpool. Í þessum 50 leikjum hefur hann skorað 43 mörk og lagt upp 14. Magnaður árangur. 


Sumum þykir Mohamed full eigingjarn á köflum en hann hefur samt, eins og fyrr segir, lagt upp 14 mörk í þessum 50 leikjum. Í öllum keppnum hefur hann lagt upp 24 mörk frá því hann kom til Liverpool sumarið 2017. Mörkin hans eru orðin 68 og hann er kominn fram úr Luis Suarez og Fernando Torres. En ef mörkin og stoðsendingarnar eru lögð saman þá hefur Mohamed komið að 92 mörkum. Segio Aguero kemur næstur á þessum sama tíma með 58 mörk og 17 stoðsendingar sem þýðir að hann hefur komið að 75 mörkum. Hér að neðan er listi yfir þá leikmenn sem hafa komið að 50 eða fleiri mörkum á þessu fyrrnefndu tímabili. 

Mohamed Salah Liverpool. 68 mörk - 24 stoðsendingar = 92.
Sergio Aguero Manchester City. 58 mörk - 17 stoðsendingar = 75.
Raheem Sterling Manchester City. 46 mörk - 22 stoðsendingar = 68.
Harry Kane Tottenham. 58 mörk - 8 stoðsendingar = 66.
Jamie Vardy Leicester. 55 mörk - 9 stoðsendingar = 64.
Sadio Mané Liverpool. 43 mörk - 14 stoðsendingar =57.
Pierre Emerick-Aubameyang Arsenal. - 46 mörk - 10 stoðsendingar = 56.
Roberto Firmino Liverpool. - 35 mörk - 20 stoðsendingar = 55.
Kevin De Bruyne Manchester City. 17 mörk - 33 stoðsendingar = 50.
Son Heung-min Tottenham. 31 mark - 19 stoðsendingar = 50.



Til að bæta við þetta þá hefur Mohamed skorað 24 sigurmörk í deildinni frá því hann kom til Liverpool sumarið 2017. Það er sex mörkum meira en næstu menn hafa gert á sama tíma. 




Það er því engum blöðum um það að fletta að mikilvægi Mohamed er mikið. Hann bæði skorar fjölda marka og leggur upp mörg mörk. Svo skorar hann fleiri sigurmörk en aðrir leikmenn!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan