| Sf. Gutt

Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!

Í kvöld verður lokað fyrir félagskipti knattspyrnumanna. Eins og vant er verður fylgst með gangi mála hér á Liverpool.is.

18:00. Emre Can hefur verið lánaður frá Juventus til Dortmund. Hann verður þar til vorsins. Dortmund er í baráttu um þýska meistaratitilinn og hann styrkir liðið örugglega. 

17:00. Markmaðurinn ungi Danny Atherton var lánaður til Marine fyrr í mánuðinum. Marine, sem leikur utandeilda, er á Liverpool svæðinu. 


12:00. Liverpool Echo greinir frá því að Nathaniel Clyne gæti hugsanlega yfirgefið Liverpool í dag. Hann er að ná sér eftir hnjámeiðslin sem hann varð fyrir í sumar. Hugsanlega yrði hann lánaður og kannski seldur. Líklega verður hann þó um kyrrt. 


11:00.
Það er alltaf áhugavert að fylgjast með fyrrum leikmönnum Liverpool. Emre Can er orðaður við Borussia Dortmund. Hann er búinn að vera í tvær leiktíðir hjá Juventus en hefur ekki verið fastamaður á leiktíðinni sem nú stendur yfir. Hermt var að Manchester United hefði áhuga á honum en það getur ekki verið að hann hafi áhuga á að fara þangað!


9:00. Ungliðinn Bobby Duncan sem kom sér frá Liverpool í sumar með miklu upphlaupi frá umboðsmanni sínum hefur orðið lítt ágengt hjá Fiorentina. Hann var orðaður við lán til Sunderland en ekkert varð úr því. Hann hefði kannski betur verið þolinmóðari og verið áfram hjá Liverpool. Hann hefði að minnsta kosti verið búinn að spila með Liverpool í bikarkeppnunum. Grasið er ekki alltaf grænna hinu megin við lækinn! 


7:00. Ekki er búist við miklum tíðindum af kaupum og sölum hjá Liverpool í dag. Það er kannski helst von á einhverjum lánssamningum. Liverpool fékk til dæmis fyrirspurn um lán á Xherdan Shaqiri frá Roma en þeirri hugmynd var hafnað. 

Staðan í gærkvöldi.Takumi Minamino kom í byrjun ársins og Allan Rodrigues de Souza var seldur. Annað hefur ekki gerst í kaupum og sölum það sem af er ársins. Reyndar kom sóknarmaðurinn Joe Hardy til félagsins en hann telst ekki aðalliðsmaður. 

Ungliðarnir Herbie Kane, Rhian Brewster, Nathaniel Phillips, Isaac Christie-Davies og Danny Atherton hafa verið lánaðar. 

Varla er von á miklum tíðindum hjá Liverpool í dag.  Jürgen Klopp hefur talað á þann veg að ekki sé útlit á viðskiptum.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan