Meiðsli Mane ekki mjög alvarleg

Meiðsli Sadio Mane eru ekki of alvarleg, eins og Jürgen Klopp orðaði á blaðamannafundinum fyrir leikinn gegn West Ham annað kvöld.
Eins og menn muna meiddist Mané snemma í leiknum gegn Wolves í síðustu viku og var ekki með í bikarleiknum gegn Shrewsbury á sunnudag, en líklega hefði hann ekki leikið stórt hlutverk í þeim leik hvort eð er. Meiðslin eru í aftanverðu læri.
Klopp staðfesti á blaðamannafundi að Mané yrði ekki með í leiknum gegn West Ham og líklega ekki heldur í leiknum gegn Southampton á laugardaginn. Allar líkur eru hins vegar á að hann verði með í fyrsta leiknum eftir vetrarhléið, sem er útileikur á móti Norwich.
Þetta er léttir og vonandi stenst þetta plan, enda Mané líklega búinn að vera okkar besti maður í vetur.
-
| Grétar Magnússon
Spáð í spilin -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss -
| Grétar Magnússon
Henderson fór í aðgerð -
| Heimir Eyvindarson
10 leikmenn hafa misst af 10 leikjum eða fleirum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi -
| Sf. Gutt
Jordan Henderson meiddur -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Grétar Magnússon
Breytingar á leikjum -
| Sf. Gutt
Þar kom að því! -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss