| HI

Stýrir ekki liðinu í næsta bikarleik

Jürgen Klopp stýrir ekki Liverpool-liðinu þegar það spilar endurtekna leikinn gegn Shrewsbury á Anfield. Klopp tilkynnti þetta á blaðamannafundinum og sagði ástæðuna þá að hann vildi að liðið yrði í fríi í vetrarfríinu sem er fyrirhugað fyrri part febrúar. Enginn úr aðalliðinu spilar þann leik heldur.

Með jafnteflinu gegn Shrewsbury varð ljóst að nýr leikur færi fram á Anfield. Hann verður 4. febrúar en þá er vetrarleyfi í ensku úrvalsdeildinni. Klopp er ósáttur við að þessi leikur sé leikinn í vetrarfríinu.

„Staðan okkar er svona: Við höfum vitað í tvær vikur að svona gæti farið. Reyndar aðeins lengur því það varð ljóst að ef við kæmumst í umferðina yrði þetta svona. Við fengum bréf frá ensku úrvaldsdeildinni í apríl 2019 þar sem við vorum beðnir um að virða vetrarhléið - ekki skipuleggja æfingaleiki með landsliðum og ekki heldur keppnisleiki.

Ég sagði við leikmenn mína strax fyrir tveimur vikum að það yrði vetrarfrí og það þýðir að við verðum ekki á staðnum. Unglingaliðið spilar leikinn því að það er ekki hægt að koma fram við okkur eins og öllum sé sama um þetta leyfi.

Ég veit að þetta er ekki sérstaklega vinsæl ákvörðun en svona horfi ég á þetta. Enska úrvaldsdeildin bað okkur um að virða vetrarfríið og við gerum það. Ef enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að gera það getum við ekki breytt því. En við verðum ekki á staðnum.“

Þetta á líka við um Klopp sjálfan - Neil Critchley stjórnar liðinu í leiknum gegn Shrewsbury. Hann leggur áherslu á að þetta frí, sem mun standa í viku fyrir leikmennina, er fyrir leikmennina að hvílast andlega og líkamlega, en þeir æfa eftir ákveðinni æfingaáætlun. 

„Þetta er ákvörðun sem varð að taka. Leikmennirnir eiga fjölskyldur og landsliðsmenn á borð við Jordan Henderson, Virgil van Dijk, Gini Wijnaldum, Trent Alexander-Arnold, Mo Salah, Sadio Mane og fleiri hafa ekki fengið neitt frí.“

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan