| Sf. Gutt

Komnir upp í 40!


Leikur Liverpool við Wolverhampton Wanderes var 40. leikur Evrópumeistaranna án taps. Þetta er auðvitað félagsmet en það er nokkuð í landsmetið sem Arsenal á. Hér að neðan er listi yfir þau lið sem hafa leikið 40 leiki eða fleiri án taps í ensku deildarkeppninni. Ítrekað er að hér er bara um deildarleiki að ræða. 

Arsenal 49 leikir - 2003/04. 
Huddersfield Town 43 leikir - 2010/11.
Nottingham Fores 42 leikir - 1977/78.
Chelsea 40 leikir - 2004/05.
Liverpool 40 leikir - 2019/2020. 

Í meti Arsenal eru allir 38 leikirnir á leiktíðinni 2003/04. Preston North End var líka ósigrað heila leiktíð í efstu deild 1888/89 en þá voru leiknir 22 leikir í deildinni. Þetta eru einu skiptin sem lið hafa verið ósigruð heilt keppnistímabil á efstu deild á Englandi. Það skal tekið fram að Huddersfield lék sína 43 leiki í næst efstu deild. Mikið afrek hjá þessum liðum!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan