| HI
Jurgen Klopp segir Liverpool ekki ætla sér að selja neinn leikmann í janúar. Þetta sagði hann þegar hann var spurður á blaðamannafundi í gær út í framtíð Xerdan Shaqiri, sem hefur verið orðaður við ýmis lið í fjölmiðlum.
Klopp bendir á stöðuna á liðinu í desember þegar býsna margir leikmenn liðsins voru meiddir. „Stærstan hluta desember og janúar höfum við verið með krakka á bekknum. Frábæra og hæfileikaríka leikmenn, en samt krakka. Af hverju ættum við þá að fara að hugsa um að senda leikmann frá okkur eitthvað annað? Ég skil það ekki.
Þetta snýst ekki bara um Shaq eða einhvern annan leikmann, heldur því sem næst alla. Við verðum einfaldlega að halda þeim til að geta tekist betur á við okkar aðstöðu, ekki hjálpa öðrum að takast á við sína aðstöðu. Ef einhver myndi koma og leggja fram formlega beiðni - sem hefur ekki gerst - og væru í virkilegum vandræðum myndum við skoða það. En það stendur alls ekki til hjá okkur að gera neitt í þessa veru.“
Með öðrum orðum, Shaqiri er ekki að fara neitt í janúar.
TIL BAKA
Enginn seldur í janúar
Jurgen Klopp segir Liverpool ekki ætla sér að selja neinn leikmann í janúar. Þetta sagði hann þegar hann var spurður á blaðamannafundi í gær út í framtíð Xerdan Shaqiri, sem hefur verið orðaður við ýmis lið í fjölmiðlum.Klopp bendir á stöðuna á liðinu í desember þegar býsna margir leikmenn liðsins voru meiddir. „Stærstan hluta desember og janúar höfum við verið með krakka á bekknum. Frábæra og hæfileikaríka leikmenn, en samt krakka. Af hverju ættum við þá að fara að hugsa um að senda leikmann frá okkur eitthvað annað? Ég skil það ekki.
Þetta snýst ekki bara um Shaq eða einhvern annan leikmann, heldur því sem næst alla. Við verðum einfaldlega að halda þeim til að geta tekist betur á við okkar aðstöðu, ekki hjálpa öðrum að takast á við sína aðstöðu. Ef einhver myndi koma og leggja fram formlega beiðni - sem hefur ekki gerst - og væru í virkilegum vandræðum myndum við skoða það. En það stendur alls ekki til hjá okkur að gera neitt í þessa veru.“
Með öðrum orðum, Shaqiri er ekki að fara neitt í janúar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

