| HI

Mbappe: Liverpool er vél

Kylian Mbappe, sem af mörgum hefur verið talinn besti ungi leikmaður heims, og hefur oft verið orðaður við Liverpool af misáreiðanlegum miðlum, hrósar spilamennsku félagsins í hástert.

Það væntanlega slekkur ekki á sögusögnum um að hann sé að koma að hann hefur sjálfur lýst því yfir að hann ætli að vera áfram hjá Paris St-Germain - fyrir utan það að Klopp hefur sjálfur sagt að hann sé of dýr. Það breytir því ekki að hann horfir á liðið fullur aðdáunar og er ekki einn um það þessa dagana er marka má viðtal sem hann veitti BBC.

„Það er ótrúlegt hvað Liverpool er að gera þessa dagana. Þeir eru eins og vél, þeir hafa fundið takt og segja svo: spilum aftur, spilum aftur. Þeir hafa ekki enn tapað leik. Það virkar allt auðvelt fyrir þá þegar maður horfir á leikina en það er alls ekki þannig. Leikmennirnir eru einbeittir, þeir spila á þriggja daga fresti og vinna leiki endalaust. Þetta er mjög gott lið með mjög góðan stjóra.“ 

Mbappe hló svo við þegar honum var bent á að Trent Alexander-Arnold hefði fengið fagnið hans lánað eftir markið sitt gegn Leicester á annan í jólum, en Mbappe og Alexander Arnold eru jafnaldrar. „Hann er frábær, virkilega góður,“ segir hann.

Þegar svona frábær leikmaður tala, þá hlusta menn!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan