| HI

Henderson enski leikmaður ársins


Jordan Henderson hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá enska landsliðinu. Þetta er enn ein fjöður í hatt Henderson og Liverpoolliðsins í heild.

Henderson lyfti þremur titlum með Liverpool á árinu - Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistaratitli félagsliða. Hann var einnig lykilmaður á miðju enska landsliðsins sem tryggði sæti sitt á Evrópumóti landsliða sem fer fram næsta sumar. Hann lék sinn 50. landsleik á árinu. Harry Kane og Raheem Sterling voru í næstu sætum á eftir.

Lucy Bronze, sem lék áður með Liverpool en er nú hjá Lyon, var útnefnd besta enska knattspyrnukonan, í annað sinn.

Það er fyrirtækið BT Sports industry sem stendur að kjörinu sem almenningur tekur þátt í.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan