| Sf. Gutt
Liverpool hefur kallað ungliða heim úr láni og lánað annan. Annar kemur heim frá Skotlandi en hinn er lánaður úr landi.
Kanadamaðurinn Liam Millar er kominn heim úr láni frá Kilmarnock í Skotlandi. Þetta er í annað sinn sem Liam hefur verið í láni hjá skoska liðinu en hann var þar líka á síðustu leiktíð. Liam, sem er framherji, skoraði eitt mark í 20 leikjum að þessu sinni. Hann hefur enn ekki leikið með aðalliði Liverpool en hann er búinn að leika með landsliði Kanada. Liam er á meðfylgjandi mynd.
Isaac Christie-Davies hefur verið lánaður til belgíska liðsins Cercle Brugge. Hann verður þar til loka leiktíðar. Isaac er miðjumaður. Hann kom til Liverpool frá Chelsea 2018. Isaac hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpool.
TIL BAKA
Einn kemur og annar fer

Liverpool hefur kallað ungliða heim úr láni og lánað annan. Annar kemur heim frá Skotlandi en hinn er lánaður úr landi.
Kanadamaðurinn Liam Millar er kominn heim úr láni frá Kilmarnock í Skotlandi. Þetta er í annað sinn sem Liam hefur verið í láni hjá skoska liðinu en hann var þar líka á síðustu leiktíð. Liam, sem er framherji, skoraði eitt mark í 20 leikjum að þessu sinni. Hann hefur enn ekki leikið með aðalliði Liverpool en hann er búinn að leika með landsliði Kanada. Liam er á meðfylgjandi mynd.

Isaac Christie-Davies hefur verið lánaður til belgíska liðsins Cercle Brugge. Hann verður þar til loka leiktíðar. Isaac er miðjumaður. Hann kom til Liverpool frá Chelsea 2018. Isaac hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan