| Sf. Gutt

Nýtt met!


Liverpool setti nýtt met í gærkvöldi með sigrinum á Tottenham. Ekkert lið í fimm stærstu liðum Evrópu hefur náð jafn mörgum stigum eftir 21 deildarleik. Liverpool er nú með 61 stig eftir 21 umferð og hefur önnur eins stigasöfninun ekki áður sést!

Manchester City átti gamla metið frá leiktíðinni 2017/18 en þá var liðið með 59 stig eftir 21 leik. Chelsea var með 58 stig eftir sama leikjafjölda á keppnistímabilinu 2005/06 og Tottenham Hotspur var komið upp í 56 stig á þessu stigi málsins á leiktíðinni 1960/61.

Ef stærstu deildir Evrópu eru skoðaðar þá náðu Bayern Munchen og Juventus 59 stigum í 21 leik. Bayern á leiktíðinni 2013/14 og Juventus 2018/19. Liverpool á nú metið, 61 stig, á Englandi og í öllum stærstu deildum Evrópu. Þar eru taldar efstu deildir á Englandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi.

Að auki féll félagsmet því nú hefur Liverpool spilað 38 deildarleiki í röð án taps. Það hefur ekki áður verið afrekað hjá Liverpool! Í þeim 38 leikjum hefur Liverpool unnið 33 leiki og gert fimm jafntefli. Það þýða 104 stig!

Ótrúlegur árangur en það er ennþá langt í land og leikmenn Liverpool verða að halda áfram á sögu braut. En þetta met er samt sem áður glæsilegt!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan