| HI
Trent Alexander-Arnold var í dag útnefndur leikmaður desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Jurgen Klopp var valinn framkvæmdastjóri mánaðarins.
Trent Alexander-Arnold skoraði eitt mark og var með þrjár stoðsendingar í desember, auk þess sem hann var í vörninni sem hélt fjórum sinnum hreinu í ensku úrvalsdeildinni þennan mánuð. Sadio Mane fékk þessa viðurkenningu fyrir nóvember og verður hún því um kyrrt á Melwood. Aðrir sem voru tilnefndir voru Emiliano Buendia (Norwich City), Dominic Calvert-Lewin (Everton), Kevin De Bruyne (Manchester City), Ben Foster (Watford), Danny Ings (Southampton), Adama Traore (Wolverhampton Wanderers) og Jamie Vardy (Leicester City).
Klopp fékk viðurkenninguna í fjórða sinn á þessu tímabili. Fimm leikir unnust í mánuðinum og forskotið í deildinni jókst. Hinir sem voru tilnefndir voru Nigel Pearson hjá Watford og Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United.
Og þá er bara að halda þessum viðurkenningum áfram á Melwood.
TIL BAKA
Trent og Klopp menn desembermánaðar
Trent Alexander-Arnold var í dag útnefndur leikmaður desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Jurgen Klopp var valinn framkvæmdastjóri mánaðarins.
Trent Alexander-Arnold skoraði eitt mark og var með þrjár stoðsendingar í desember, auk þess sem hann var í vörninni sem hélt fjórum sinnum hreinu í ensku úrvalsdeildinni þennan mánuð. Sadio Mane fékk þessa viðurkenningu fyrir nóvember og verður hún því um kyrrt á Melwood. Aðrir sem voru tilnefndir voru Emiliano Buendia (Norwich City), Dominic Calvert-Lewin (Everton), Kevin De Bruyne (Manchester City), Ben Foster (Watford), Danny Ings (Southampton), Adama Traore (Wolverhampton Wanderers) og Jamie Vardy (Leicester City).
Klopp fékk viðurkenninguna í fjórða sinn á þessu tímabili. Fimm leikir unnust í mánuðinum og forskotið í deildinni jókst. Hinir sem voru tilnefndir voru Nigel Pearson hjá Watford og Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United.
Og þá er bara að halda þessum viðurkenningum áfram á Melwood.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir
Fréttageymslan