| Sf. Gutt

Óþekktur leikmaður seldurLiverpool hefur selt leikmann sem hefur verið á mála hjá félaginu frá 2015. Líklega kannast fáir við þennan leikmann. Um er að ræða Brsilíumanninn Allan Rodrigues de Souza. Hann kom til Liverpool frá Internactional og kostaði 500.000 sterlingspund. Hann hefur nú verið seldur til brasilíska liðsins Atlético Mineiro fyrir 3,2 milljónir punda. Liverpool græddi því á leikmanni sem aldrei spilaði fyrir h0nd félagsins. 

Allan, sem er miðjumaður, fékk aldrei atvinnuleyfi á Englandi og kom því aldrei við sögu hjá Liverpool. Frá því hann gekk til liðs við Liverpool hefur hann farið sex sinnum í lán. Fyrst 2015 til Seinäjoen Jalkapallokerho í Finnlandi þar sem hann varð landsmeistari. Hann átti drjúgan þátt í að SJK varð meistari í fyrsta sinn því hann skoraði tvö mörk og lagði upp fimm í átta leikjum. 

Svo 2016 var Allan hjá Sint-Truiden í Belgíu um tíma. Leiktíðina 2016/2017 lék hann með Hertha í Þýskalandi og 2017/2018 var hann á Kýpur hjá Apollon Limassol. Á síðasta keppnistímabili spilaði hann með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi. Reyndar lauk hann ekki leiktíðinni þar heldur fór til Fluminense í Brasilíu í febrúar í fyrra. En núna loksins er Allan, sem er 22. ára, kominn í lið án þess að vera lánsmaður. Hann hefur leikið með undir 20 og 23. ára liði Brasilíu. 


Á myndinni hér fyrir ofan er Allan með lánsmönnum Liverpool á leiktíðinni 2016/17.

Við óskum Allan góðs gengis hjá nýja félaginu sínu. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan