| Sf. Gutt

Nike tekur við búningamálum Liverpool!Íþróttavöruframleiðandinn Nike mun sjá Liverpool fyrir búningum og æfingafatnaði næstu árin. Nike tekur við sem búningaframleiðandi af New Balance sem hefur séð um búningamál Liverpool frá því 2015. 


Forráðamenn New Balance vildu skiljanlega halda áfram samstarfi við Liverpool enda hafa búningar Liverpool selst geysilega vel síðustu árin. Málaferli þurfti til og var gert út um málið fyrir dómstólum í haust. Nýji samningurinn við Nike færir Liverpool mun meiri fjármuni en samnignurinn við New Balance. Nike er stærra fyrirtæki á þessu sviði en New Balance og markaðskerfi þeirra öflugra. Markaðskerfi Nike er talið auka búningasölu Liverpool mikið á heimsvísu á komandi misserum. 


 Vonandi á Nike eftir að hanna fallega búninga en búningar New Balance síðustu árin hafa verið vel heppnaðir að flestra mati. Alla vega aðalbúningarnir. Liverpool spilar sem sagt í Nike búningum frá og með komandi sumri og næstu árin. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan