Ungliðar úr leik

Liverpool féll úr Unglingabikarkeppninni í gærkvöldi. Liðið nær því ekki að verja titilinn sem vannst á síðasta keppnistímabili. Liverpool mætti Tottenham Hotspur á útivelli í 3. umferð keppninnar og lenti 2:0 undir. Troy Parrott skoraði bæði mörkin úr vítaspyrnum. Liverpool gaf það ekki eftir og náði að jafna leikinn með mörkum Conor Bradley og Layton Stewart. En Spurs tryggði sér sigur á lokakaflanum þegar Max Robson og Chay Copper skoruðu. Liverpool lék býsna vel í leiknum og hefði vel getað unnið. Liverpool er því miður úr leik en liðið Liðið núna er mikið breytt frá meistaraliðinu frá í vor.
Liverpool: Davies, Bradley, Hoever, Savage, Beck, Hill, Clarkson, Cain, Stewart (Balagizi), O'Rourke (Bearne) og Norris. Ónotaður varamaður: Morton.

Sem fyrr segir þá vann Liverpool Unglingabikarkeppnina á síðsta keppnistímabili eftir vítaspyrnusigur á Manchester City. Liðin skildu jöfn 1:1 eftir framlengingu og því þurfti vítakeppni. Þetta var í fjórða sinn, 1996, 2006, 2007 og 2019, sem Liverpool vann keppnina.
-
| Sf. Gutt
Dagskrá Heimsmeistarakeppni félagsliða -
| Sf. Gutt
Sigurganga Celtic heldur áfram -
| Sf. Gutt
Enginn vill leika gegn okkur -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Evrópumeistararnir halda áfram! -
| Sf. Gutt
Allt eða ekkert! -
| Grétar Magnússon
Þægilegur sigur á suðurströndinni -
| Sf. Gutt
Þrjár Þrennur! -
| Grétar Magnússon
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Hundrað sigrar hjá Jürgen Klopp!