| Sf. Gutt

Alisson Becker í bann


Alisson Becker fékk að líta rauða spjaldið á laugardaginn þegar Liverpool vann Brighton. Hann er nú kominn í eins leiks bann og getur þess vegna ekki spilað í grannaslagnum á móti Everton annað kvöld. Bannið er sem betur fer aðeins einn leikur en ekki þrír leikir eins og gjarnan er fyrir beint rautt spjald.  Adrián San Miguel  kom inn á fyrir Alisson á laugardaginn og verður örugglega í markinu á móti Everton. 


Alisson meiddist í fyrsta deildarleiknum á leiktíðinni og lék ekki aftur fyrr en seinni partinn í október. Hann hefur enn ekki haldið hreinu á keppnistímabilinu þegar hann hefur leikið leik frá upphafi til enda. Brasilíumaðurinn var reyndar ekki búinn að fá á sig mark gegn Norwich í fyrstu umferðinni og á móti Brighton þegar hann þurfti að yfirgefa völlinn í þeim leikjum. 

Liverpool hefur gengið illa að halda hreinu á leiktíðinni og ekki tekist það í síðustu 12 leikjum. Það er spurning hvort Adrián tekst það á móti Everton. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan