| Grétar Magnússon

Stækkun á Anfield Road stúkunni

Á föstudaginn voru opinberaðar áætlanir félagsins um stækkun Anfield Road End stúkunnar. Ferlið er á byrjunarstigi og spennandi verður að fylgjast með hvernig fram vindur.


Teikningar hafa verið birtar af því hvernig stúkan mun líta út eftir að framkvæmdum verður lokið. Það verður að segjast að þetta lítur alltsaman mjög vel út. Gert er ráð fyrir að 7.000 sæti munu bætast við stúkuna þar sem meirihluti sætanna verða venjuleg sæti og að sjálfsögðu má einnig finna dýrari sæti í stúku þar sem aðgengi verður að bar og betri sætum.

7.000 sæti í viðbót þýðir að Anfield mun þá taka yfir 61.000 manns á leikdegi og verður völlurinn þá sá þriðji stærsti á Englandi á eftir heimavöllum Manchester United og Tottenham.

Eins og áður sagði er ferlið á byrjunarstigi og á næstu vikum fer kynningarferli í gang þar sem íbúar og fleiri í nágrenni við stúkuna geta komið með athugasemdir. Gangi það ferli vel verða áætlanir lagðar formlega fram til borgarinnar næsta vor. Kostnaður er áætlaður vera um 60 milljónir punda sem er nú kannski ekki svo stór upphæð í knattspyrnuheiminum í dag. Ef við færum þetta yfir í íslenskar krónur er upphæðin tæplega 9,7 milljarðar sem er nú ágætis upphæð engu að síður.

Allar nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.








TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan