| Sf. Gutt
Í dag tók kviðdómur í dómstól í Preston þá ákvörðun að sýkna ákærða í máli sem tengist harmleiknum á Hillsborough. Lögregluforinginn David Duckenfield var sá sem í hlut átti. Hann var hæstráðandi í lögreglunni á Hillsborough leikvanginum í Sheffield 15. apríl 1998 þegar Liverpool og Nottingham Forest mættust í undanúrslitum FA bikarsins. Ákvarðanir sem hann tók þennan öglagaríka dag höfðu þær afleiðingar að 96 stuðningsmenn Liverpool fórust. David var ákærður fyrir að sýna af sér vanrækslu í starfi og vera sekur um manndráp af gáleysi .
Kviðdómurinn hafði áður tekið málið fyrir og náði þá ekki að komast að niðurstöðu. Sýknan sem kviðdómurinn úrskurðaði er gríðarlega umdeild þar sem ef einhver hefði átt að fá dóm fyrir það sem gerðist á Hillsborough þá hefði það átt að vera David. Hann var ábyrgðarmaður á þeim örlagaríku ákvörðunum sem voru teknar.
Úrskurðurinn féll í mjög grýttan jarðveg hjá aðstandendum þeirra sem fórust á Hillsborough svo og stuðningsmönnum Liverpool. Þeir hafa kallað eftir að einhver, einn eða fleiri, þurfi að taka út refsingu. Ekki að refsing sé efst á blaði sem slík heldur að dómur yfir einhverjum myndi vera viðurkenning og staðfesting á því að einhver bar raunverulega ábyrgð á því að 96 manns létust!
TIL BAKA
Sýkna í Hillsborough málinu!

Í dag tók kviðdómur í dómstól í Preston þá ákvörðun að sýkna ákærða í máli sem tengist harmleiknum á Hillsborough. Lögregluforinginn David Duckenfield var sá sem í hlut átti. Hann var hæstráðandi í lögreglunni á Hillsborough leikvanginum í Sheffield 15. apríl 1998 þegar Liverpool og Nottingham Forest mættust í undanúrslitum FA bikarsins. Ákvarðanir sem hann tók þennan öglagaríka dag höfðu þær afleiðingar að 96 stuðningsmenn Liverpool fórust. David var ákærður fyrir að sýna af sér vanrækslu í starfi og vera sekur um manndráp af gáleysi .
Kviðdómurinn hafði áður tekið málið fyrir og náði þá ekki að komast að niðurstöðu. Sýknan sem kviðdómurinn úrskurðaði er gríðarlega umdeild þar sem ef einhver hefði átt að fá dóm fyrir það sem gerðist á Hillsborough þá hefði það átt að vera David. Hann var ábyrgðarmaður á þeim örlagaríku ákvörðunum sem voru teknar.
Úrskurðurinn féll í mjög grýttan jarðveg hjá aðstandendum þeirra sem fórust á Hillsborough svo og stuðningsmönnum Liverpool. Þeir hafa kallað eftir að einhver, einn eða fleiri, þurfi að taka út refsingu. Ekki að refsing sé efst á blaði sem slík heldur að dómur yfir einhverjum myndi vera viðurkenning og staðfesting á því að einhver bar raunverulega ábyrgð á því að 96 manns létust!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan