| Sf. Gutt

Þrír tilnefndir


Það styttist í að tilkynnt verði hver sé Knattspyrnumaður ársins 2019 í Afríku. Þrír leikmenn Liverpool eru tilnefndir. Um er að ræða þá Mohamed Salah - Egyptalandi, Sadio Mané - Senegal og Naby Keita - Gíneu.

Mohamed Salah gæti verið valinn sá besti í Afríku þriðja árið í röð en hann varð fyrir valinu 2017 og 2018. Hann yrði þar með þriðji leikmaður sögunnar til að vinna kjörið þrisvar sinnum. George Weah og Abedi Pele hafa þrívegis verið kosnir bestir í Afríku. Samuel Eto'o og Yaya Toure urðu fjórum sinnum fyrir valinu sem bestu leikmenn Afríku. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan