| Sf. Gutt

Sjöunda síðbúna markið!

Það sem af er keppnistímabilsins hefur Liverpool sjö sinnum skorað á síðasta stundarfjórðungi leiks. Þrjú mörkin hafa komið í viðbótartíma og tvö af þeim reyndust sigurmörk. Hér að neðan er listinn yfir þessi gullvægu mörk. Tvö af mörkunum komu í sama leiknum. 


James Milner 90 +5. mín. - Liverpool v Lecester City 2:1.
Adam Lallana 85. mín. - Manchester United v Liverpool 1:1.
Mohamed Salah 75. mín. - Liverpool v Tottenham Hotspur 2:1.Divock Origi 90 +4. mín. - Liverpool v Arsenal 5:5. Liverpool vann eftir framlengingu. 
Andrew Robertson 87. mín. - Aston Villa v Liverpool 1:2.Sadio Mané 90 +4. mín. - Aston Villa v Liverpool 1:2.Roberto Firmino 85. mín. - Crystal Palace v Liverpool 1:2. 

Þessi mörk sýna sigurvilja og seiglu Evrópumeistaranna í hnotskurn. Reyndar væri hægt að bæta nokkrum við frá síðasta keppnistímabili. Mörkin gætu skipt sköpum þegar upp verður staðið á keppnistímabilinu!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan