| Sf. Gutt

Söguleg tímamót!


Það voru söguleg tímamót á Anfield Road í dag þegar kvennalið Liverpool lék þar í fyrsta skipti í sögu leikvangsins. Anfield var fyrst notaður árið 1884 og var þá heimavöllur Everton. Það var því við hæfi að Liverpool og Everton skyldu mætast í þessum tímamótaleik. 

Mikill áhugi var á leiknum í Liverpool borg og komu 23.500 áhorfendur til að horfa á leikinn. Everton hafði sigur með langskoti Lucy Graham sem markmaður Liverpool missti framhjá sér á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Liverpool sótti linnulaust í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki. Jafntefli var það minnsta sem Liverpool verðskuldaði og ekkert hefði verið hægt að segja ef liðið hefði unnið leikinn.  

Liverpool hefur gengið hroðalega á leiktíðinni og liðið er á botni deildarinnar með eitt stig eftir sex leiki. Everton hefur 12 stig og er fjórða sæti. Chelsea er efst í deildinni með 16 stig. 

Ekki er langt frá því Liverpool var með besta kvennalið Englands. Liðið varð Englandsmeistari 2013 og 2014.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan