| Sf. Gutt
Það hafa margar viðurkenningar ratað til Liverpool á árinu. Þrír fulltrúar Liverpool fengu viðurkenningar í kjöri sem greint var frá á dögunum.
Í nokkur ár hafa verið veitt verðlaun fyrir árangur í knattspyrnu á norðvestur svæði Englands. Liverpool borg tilheyrir því svæði og það sama má segja um Bolton, Burnley, Preston, Manchester og fleiri borgir. Kjörið skiptist í nokkra flokka.
Jürgen Klopp var kjörinn Framkvæmdastjóri ársins 2019 og Virgil van Dijk Leikmaður ársins í Úrvalsdeildinni. Trent Alexander-Arnold var valinn efnilegastur annað árið í röð.
Þess má geta að Moahmed Salah var kjörinn besti leikmaður ársins í Úrvaldsdeildinni fyrir árið 2018. Þá fékk Alex Oxlade-Chamberlain viðurkenningu fyrir Fallegasta markið en markið skoraði hann á móti Manchester City.
Sem fyrr segir hefur þetta kjör farið fram í nokkur ár. Þó verðlaunin teljist ekki til stórtitla þá er alltaf gaman þegar viðurkenningar falla fulltrúum Liverpool í skaut.
TIL BAKA
Fleiri viðurkenningar

Það hafa margar viðurkenningar ratað til Liverpool á árinu. Þrír fulltrúar Liverpool fengu viðurkenningar í kjöri sem greint var frá á dögunum.
Í nokkur ár hafa verið veitt verðlaun fyrir árangur í knattspyrnu á norðvestur svæði Englands. Liverpool borg tilheyrir því svæði og það sama má segja um Bolton, Burnley, Preston, Manchester og fleiri borgir. Kjörið skiptist í nokkra flokka.
Jürgen Klopp var kjörinn Framkvæmdastjóri ársins 2019 og Virgil van Dijk Leikmaður ársins í Úrvalsdeildinni. Trent Alexander-Arnold var valinn efnilegastur annað árið í röð.
Þess má geta að Moahmed Salah var kjörinn besti leikmaður ársins í Úrvaldsdeildinni fyrir árið 2018. Þá fékk Alex Oxlade-Chamberlain viðurkenningu fyrir Fallegasta markið en markið skoraði hann á móti Manchester City.
Sem fyrr segir hefur þetta kjör farið fram í nokkur ár. Þó verðlaunin teljist ekki til stórtitla þá er alltaf gaman þegar viðurkenningar falla fulltrúum Liverpool í skaut.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan