| Sf. Gutt

Tveir meiddir


Tveir leikmenn Liverpool eru meiddir og leika ekki með landsliðum sínum í landsleikjahrotunni. Um er að ræða þá Mohamed Salah og Andrew Robertson sem báðir eru meiddir á ökkla. 

Mohamed meiddist á ökkla eftir gróft brot eins leikmanns Leicester í haust. Hann hefur ekki alveg náð að jafna sig og missti til dæmis af leik Liverpool og Manchester United. Meiðslin tóku sig svo upp á móti Manchester City eftir að leikmaður City fór í hann. 


Andrew hefur átt við meiðsli að stríða og ökklinn versnaði eftir samstuð við leikmann Manchester City á sunnudaginn. Hann hefur verið vondur í ökklanum síðustu vikur og ekkert æft síðustu tvær eða svo. 

Ekki er víst að Mohamed og Andrew verði orðnir leikfærir þegar Liverpool spilar sinn næsta leik. Liverpool mætir Crystal Palace í London annan laugardag. En hvernig sem meiðslin þróast þá fá þeir félagar í það minnsta góða hvíld. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan