| Sf. Gutt

Til hamingju!


Trent Alexander-Arnold lék sinn 100. leik með Liverpool á móti Aston Villa. Það er mikið afrek hjá piltinum að ná svo mörgum leikjum þar sem hann er rétt rúmlega 21 árs gamall. Trent fæddist í West Derby í Liverpool 7. október 1998 og hóf að æfa með Liverpool aðeins sex ára. Það er ekki nokkuð vafi á því að Trent er besti heimaaldi leikmaðurinn sem hefur komið fram hjá Liverpool frá því Steven Gerrard komst í aðallið Liverpool. 


Trent lék sinn fyrsta leik með Liverpool á móti Tottenham í Deildarbikarnum í lok október 2016 en þá var Trent nýorðinn 18 ára. Hann lék 12 leiki þá leiktíð en á þeirri næstu, 2017/18 var hann orðinn fastamaður og lék 33 leiki. Hann varð þá yngsti leikmaður Liverpool til að spila í úrslitaleik um Evrópubikarinn. Á síðustu leiktíð hampaði hann svo Evrópubikarnum eftir 40. leik sinn á leiktíðinni. Nú á þessu keppnistímabili bættist Stórbikar Evrópu í verðlaunasafn hans. Vonandi bætast fleiri titlar við á næstu árum og Trent stefnir hátt með liðinu sem hann hefur haldið með frá því hann man eftir sér. 







Trent getur leikið margar stöður en hann hefur verið hægri bakvörður að mestu. Sumir segja að hann geti líka náð langt sem miðjumaður. En hann verður örugglega hægri bakvöður um sinn. Þar er hann frábær og sendingar hans eru með því besta enda hefur hann lagt upp fjölda marka.  

Til hamingju með áfangann Trent!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan