| Grétar Magnússon

Breytingar á átta leikjum í desember og janúar

Vegna beinna sjónvarpsútsendinga var átta leikjum liðsins í desember og janúar breytt.

Breytingarnar má sjá hér fyrir neðan:

Nágrannaslagurinn við Everton sem fer fram á Anfield verður flautaður á klukkan 20:15 miðvikudaginn 4. desember. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Amazon Prime.

Watford heimsækja Anfield sunnudaginn 14. desember og leika liðin klukkan 12:30, verður þetta síðasti deildarleikur okkar manna áður en Heimsmeistarakeppni félagsliða hefst.

Athugið að útileikur við West Ham United sem fara átti fram 21. desember hefur verið frestað vegna þátttöku Liverpool í áðurnefndri keppni og ekki er komin ný dagsetning fyrir þann leik.

Þegar okkar menn verða búnir að spila í Katar mæta þeir Leicester City á útivelli annan dag jóla (26. desember) og verður flautað til leiks klukkan 20:00.

Úlfarnir mæta á Anfield sunnudaginn 29. desember og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Fyrsti leikur ársins 2020 er á Anfield gegn Sheffield United, nánar tiltekið 2. janúar klukkan 20:00.

Tveir stórleikir eru svo á dagskrá síðar í mánuðinum en laugardaginn 11. janúar mæta okkar menn Tottenham á útivelli klukkan 17:30 og sunnudaginn 19. janúar mæta Manchester United á Anfield og hefst sá leikur klukkan 16:30.

Að lokum er það svo útileikur við Úlfana fimmtudaginn 23. janúar klukkan 20:00.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan