| Sf. Gutt
Landsleikjahrotunni er lokið. Einn leikmanna Liverpool skoraði tvö mörk sem réðu úrslitum og færðu þjóð hans sigur. Annar lék hérna á Íslandi!
Georginio Wijnaldum skoraði bæði mörk Hollendinga sem unnu 1:2 sigur í Hvíta Rússlandi. Fyrra markið skoraði hann með skalla og það seinna með bylmingsskoti utan vítateigs. Georginho hefur verið magnaður með landsliðinu í síðustu leikjum og skorað fjögur mörk í síðustu fjörum leikjum. Virgil van Dijk spilaði með hollenska liðinu.
Jordan Henderson lék með Englendingum sem unnu stórsigur 0:6 í Búlgaríu. Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez voru á bekknum. Sigur enskra féll í skuggann af óboðlegri hegðum hluta stuðningsmanna Búlgaríu sem lögðu blökkumennina í liði Englands í einelti með kynþáttaníði.
Skotar unnu loksins sigur. Andrew Robertson var fyrirliði Skota sem unnu stórsigur 6:0 á San Marínó í Glasgow. Skotar komast ekki áfram í Evrópumóti landsliða.
Belgar eru komnir í úrslitakeppnina. Divock Origi var á bekknum þegar þeir unnu 0:2 sigur í Kasakstan.
Dejan Lovren var í liði Króatíu sem gerði 1:1 jafntefli í Wales. Harry Wilson kom inn á sem varmaður hjá heimamönnum.
Caoimhin Kelleher var í marki undir 21. árs liðs Írlands sem spilaði við Ísland á Víkingsvellinum. Ísland vann 1:0 með marki Sveins Arons Guðjohnsen. Hann skoraði úr víti framhjá Caoimhin. Ungliðinn Conor Masterson sem fór frá Liverpool til Queen Park Rangers í sumar var í liði Íra.
Undir 21. árs lið Englands vann Austurríki 5:1. Rhian Brewster lagði upp mark og svo var dæmt víti eftir brot á honum.
Guðlaugur Victor Pálsson, fyrrum ungliði Liverpool, lék báða leiki Íslands, gegn Frakklandi og Andorra, í þessari hrotu. Hann leikur nú með Darmstadt 98 í næst efstu deild í Þýskalandi.
Roberto Firmino og Fabinho Tavarez spiluðu með Brasilíu sem gerðu 1:1 jafntefli í vináttuleik við Nígeríu. Fabinho kom inn á sem varamaður.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Landsleikjahrotunni er lokið. Einn leikmanna Liverpool skoraði tvö mörk sem réðu úrslitum og færðu þjóð hans sigur. Annar lék hérna á Íslandi!

Georginio Wijnaldum skoraði bæði mörk Hollendinga sem unnu 1:2 sigur í Hvíta Rússlandi. Fyrra markið skoraði hann með skalla og það seinna með bylmingsskoti utan vítateigs. Georginho hefur verið magnaður með landsliðinu í síðustu leikjum og skorað fjögur mörk í síðustu fjörum leikjum. Virgil van Dijk spilaði með hollenska liðinu.
Jordan Henderson lék með Englendingum sem unnu stórsigur 0:6 í Búlgaríu. Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez voru á bekknum. Sigur enskra féll í skuggann af óboðlegri hegðum hluta stuðningsmanna Búlgaríu sem lögðu blökkumennina í liði Englands í einelti með kynþáttaníði.
Skotar unnu loksins sigur. Andrew Robertson var fyrirliði Skota sem unnu stórsigur 6:0 á San Marínó í Glasgow. Skotar komast ekki áfram í Evrópumóti landsliða.
Belgar eru komnir í úrslitakeppnina. Divock Origi var á bekknum þegar þeir unnu 0:2 sigur í Kasakstan.
Dejan Lovren var í liði Króatíu sem gerði 1:1 jafntefli í Wales. Harry Wilson kom inn á sem varmaður hjá heimamönnum.

Caoimhin Kelleher var í marki undir 21. árs liðs Írlands sem spilaði við Ísland á Víkingsvellinum. Ísland vann 1:0 með marki Sveins Arons Guðjohnsen. Hann skoraði úr víti framhjá Caoimhin. Ungliðinn Conor Masterson sem fór frá Liverpool til Queen Park Rangers í sumar var í liði Íra.

Undir 21. árs lið Englands vann Austurríki 5:1. Rhian Brewster lagði upp mark og svo var dæmt víti eftir brot á honum.

Guðlaugur Victor Pálsson, fyrrum ungliði Liverpool, lék báða leiki Íslands, gegn Frakklandi og Andorra, í þessari hrotu. Hann leikur nú með Darmstadt 98 í næst efstu deild í Þýskalandi.
Roberto Firmino og Fabinho Tavarez spiluðu með Brasilíu sem gerðu 1:1 jafntefli í vináttuleik við Nígeríu. Fabinho kom inn á sem varamaður.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu
Fréttageymslan

