| Sf. Gutt
Nú gengur rekstur félagsins mun betur og það er laust við skuldafargið sem var að sliga það. Stækkun Anfield Road tókst eins og best gat verið en eigendur Liverpool ákváðu að vinna að stækkun frekar en að reisa nýjan leikvang. Jürgen Klopp er búinn að búa til frábært knattspyrnulið og í því eru stórgóðir leikmenn.


Tveir stórtitlar hafa bæst á afrekaskrá Liverpool á árinu og möguleiki er á einum áður en árið rennur sitt skeið. Þann 1. júní vann Liverpool Evrópubikarinn í Madríd og liðið er því ríkjandi Evrópumeistari í sjötta sinn. Í ágúst vannst Stórbikar Evrópu í fjórða skipti í Istanbúl. Sumarið var því sérstaklega gjöfullt fyrir Liverpool og okkur stuðningsmenn liðsins!
John Henry og félagar hans eiga kannski enn eftir að efna nokkur loforð, sem þeir gáfu þegar kaupin gengu í gegn, en þeim fer fækkandi og stöðu Liverpool F. C. er ekki saman að líkja nú og fyrir níu árum þegar allt stefndi í strand. Áfram gakk!
TIL BAKA
Það var fyrir níu árum!

Nú gengur rekstur félagsins mun betur og það er laust við skuldafargið sem var að sliga það. Stækkun Anfield Road tókst eins og best gat verið en eigendur Liverpool ákváðu að vinna að stækkun frekar en að reisa nýjan leikvang. Jürgen Klopp er búinn að búa til frábært knattspyrnulið og í því eru stórgóðir leikmenn.


Tveir stórtitlar hafa bæst á afrekaskrá Liverpool á árinu og möguleiki er á einum áður en árið rennur sitt skeið. Þann 1. júní vann Liverpool Evrópubikarinn í Madríd og liðið er því ríkjandi Evrópumeistari í sjötta sinn. Í ágúst vannst Stórbikar Evrópu í fjórða skipti í Istanbúl. Sumarið var því sérstaklega gjöfullt fyrir Liverpool og okkur stuðningsmenn liðsins!

John Henry og félagar hans eiga kannski enn eftir að efna nokkur loforð, sem þeir gáfu þegar kaupin gengu í gegn, en þeim fer fækkandi og stöðu Liverpool F. C. er ekki saman að líkja nú og fyrir níu árum þegar allt stefndi í strand. Áfram gakk!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan