| Sf. Gutt

Þeir gömlu unnu


Fyrrum leikmönnum Liverpool gengur vel þessi misserin. Í gær vann Goðsagnalið Liverpool 2:3 sigur á Rangers á Ibrox í Glasgow. Steven Gerrard, framkvæmdastjóri Rangers, klæddist búningnum beggja liða!

Rangers byrjaði betur og fékk víti snemma leiks sem Kris Boyd tók en spyrna hans fór framhjá markinu. Liverpool náði þess í stað forystu þegar Luis Garcia henti sér fram og skallaði í mark af stuttu færi. Aftur skoraði Liverpool og nú var það Patrik Berger sem skoraði með skoti úr vítateignum eftir gott spil. Kris bætti fyrir að hafa ekki skorað úr vítinu með því að minnka muninn. En staðan breyttist enn þegar Steven Gerrard sendi góða sendingu á Emile Heskey sem lék inn í vítateiginn og lyfti boltanum laglega yfir markmann Rangers sem kom á móti honum. Enn var skorað og nú var það Peter Lovenkrands sem lagaði stöðuna í 2:3. Allt þetta gerðist í fyrri hálfleik.

Þegar stundarfjórðungur var eftir kom Dave Thompson inn á fyrir Steven Gerrard fyrirliða Liverpool. Steven var ekki hættur því hann kom inn á sem varamaður fyrir Rangers og lék síðustu tíu mínútur leiksins eða svo. Þótti stuðningsmönnum Liverpool það heldur undarlegt að Steven skyldi láta sig hafa það að spila á móti Liverpool. En Steven var geysilega vel fagnað af áhorfendum þegar hann kom til leiks. Steven ógnaði þó ekki sigri Liverpool sem var eins gott!

Eftir leik vakti mesta gleði þegar Lio sonur Steven rölti fram völlinn með föður sínum og skoraði mark. Var markinu vel fagnað!

Annar leikmaður lék með bæði Liverpool og Rangers. Frakkinn Gregory Vignal spilaði með báðum liðum. Það gerði hann líka á leikmannaferli sínum. Hann þjálfar nú kvennalið Rangers. 

Liverpool: Dudek (Kirkland 46. mín.), Johnson, Enrique, Carragher, McAteer (Warnock 58. mín.), Pennant (Vignal 48. mín.), Gerrard (Thompson 75. mín.), Garcia, Berger, Kuyt og Heskey (Aldridge 81. mín.). 

Áhorfendur á Ibrox: 30.000.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan