| Sf. Gutt
Það gekk misjafnlega hjá fulltrúum Liverpool í fyrri hluta landsleikjahrotunnar. Einn skoraði.
Jordan Henderson spilaði allan leikinn þegar Englendingar töpuðu 2:1 fyrir Tékkum. Trent Alexander-Gordon og Joe Gomez voru á bekknum allan leikinn.
Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum voru báðir í liði Hollands sem vann Norður Írland 3:1. Gestirnir komust yfir en Hollendingar sneru leiknum sér í vil undir lokin með þremur mörkum.
Dejan Lovren var í liði Króata sem unnu Ungverja 3:0.
Andrew Robertson og félagar í skoska landsliðinu fengu skell í Moskvu. Rússar unnu 4:0. Útséð er um að Skotar komist áfram í keppninni.
Divock Origi var á varamannabekknum þegar Belgar rótburstuðu San Marínó 9:0. Belgar eru komnir í úrslitakeppnina.
Suður Ameríkumeistarar Brasilíu mættu Senegal í vináttuleik. Roberto Firmino kom Brasilíu yfir en Famara Diedhiou jafnaði úr víti sem var dæmt eftir að brotið var á Sadio Mané. Fabinho Tavarez var á bekknum allan tímann.
Caoimhin Kelleher var í marki undir 21. árs liðs Íra sem gerðu markalaust jafntefli við Ítali.
Rhian Brewster kom inn á sem varamaður í sama aldursflokki þegar England gerði 2:2 jafntefli við Slóvakíu.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Jordan Henderson spilaði allan leikinn þegar Englendingar töpuðu 2:1 fyrir Tékkum. Trent Alexander-Gordon og Joe Gomez voru á bekknum allan leikinn.
Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum voru báðir í liði Hollands sem vann Norður Írland 3:1. Gestirnir komust yfir en Hollendingar sneru leiknum sér í vil undir lokin með þremur mörkum.
Dejan Lovren var í liði Króata sem unnu Ungverja 3:0.
Andrew Robertson og félagar í skoska landsliðinu fengu skell í Moskvu. Rússar unnu 4:0. Útséð er um að Skotar komist áfram í keppninni.
Divock Origi var á varamannabekknum þegar Belgar rótburstuðu San Marínó 9:0. Belgar eru komnir í úrslitakeppnina.
Suður Ameríkumeistarar Brasilíu mættu Senegal í vináttuleik. Roberto Firmino kom Brasilíu yfir en Famara Diedhiou jafnaði úr víti sem var dæmt eftir að brotið var á Sadio Mané. Fabinho Tavarez var á bekknum allan tímann.
Caoimhin Kelleher var í marki undir 21. árs liðs Íra sem gerðu markalaust jafntefli við Ítali.
Rhian Brewster kom inn á sem varamaður í sama aldursflokki þegar England gerði 2:2 jafntefli við Slóvakíu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Einn eitt frábært Evrópukvöld! -
| Sf. Gutt
Stórgóð byrjun! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir
Fréttageymslan