| Sf. Gutt

Jürgen Klopp framkvæmdastjóri mánaðarins


Í dag var tilkynnt að Jürgen Klopp hefði verið kjörinn framkvæmdastjóri mánaðarins fyrir september. Liverpool vann alla deildarleiki sína í mánuðinum og endaði mánuðinn með fullt hús stiga og á toppi deildarinnar. Viðurkenningin er fyrir árangur í Úrvalsdeildinni.  


September 2016.


Desember 2018.

Þetta er í fimmta sinn sem Jürgen Klopp er kosinn Framkvæmdastjóri mánaðarins á Englandi. Fyrst var hann kosinn fyrir september 2016, þá desember í fyrra, svo í mars 2019, fyrir ágúst 2019 og nú september.


Frá því Jürgen fékk þessi verðlaun síðast hefur hann verið kosinn besti þjálfari karla í heimi í kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Í sumar var hann svo kjörinn Þjálfari ársins í Þýskalandi í þriðja sinn. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan