| Sf. Gutt

Það var fyrir fjórum árum!


Það var mikil spenna í loftinu í Liverpool og víðar fyrir þremur árum síðan. Jürgen Klopp var á leiðinni! Þetta var svo sem ekki ný frétt því dagana á undan höfðu traustustu fjölmiðlar í Bretaveldi og Germaníu fullyrt að Þjóðverjinn yrði arftaki Brendan Rodgers. Þennan dag myndi fást staðfesting á því og sú varð raunin!

Jürgen vaknaði í Þýskalandi en fjölmiðlamenn höfðu góðar gætur á honum og svo fór seinni partinn að fréttir bárust af því að Jürgen væri kominn í flug með einkaflugvél og stefnan hefði verið tekin á Liverpool. Fjölmagir stuðningsmenn Liverpool fylgdist með flugi vélarinnar á sérstakri vefsíðu! Vélin lenti heilu og höldnu á John Lennon flugvellinum í Liverpool og varla hefur verið fylgst jafn náðið með nokkurri flugvél sem hefur lent á þeim góða flugvelli fyrr og síðar. 


Á flugvellinum tóku forráðamenn Liverpool á móti framkvæmdastjóraefninu og svo var ekið út í borgina. Seinna um kvöldið birtist frétt á Liverpoolfc.com þar sem greint var frá því að Jürgen Klopp væri búinn að skrifa undir samning sem framkvæmdastjóri Liverpool og um leið var boðaður blaðamannafundur morguninn eftir. Í kjölfarið var birt viðtal við Jürgen á síðunni sem hann endaði á þessum frægu orðum. ,,Við verðum að fara að trúa í stað þess að efast. Strax!"


Jürgen tókst það sem hann lagði upp með og stefndi að. Hann náði að fá stuðningsmenn Liverpool til að trúa á málstaðinn og hætta að efast. Það tók tíma en þegar Jordan Henderson tók á móti Evrópubikarnum í Madríd að kvöldi 1. júní má segja að ákveðnu ferli hafi lokið. Ferlinu sem fékk stuðningsmenn Liverpool til að trúa í stað þess að efast. Síðan hefur Stóbikar Evrópu bæst í safnið og vonandi eiga fleiri titlar eftir að bætast við afrekaskrá Liverpool Football Club!


Vegferðin sem Jürgen lagði upp í með okkur stuðningsmönnum Liverpool fyrir fjórum árum hefur verið mögnuð. Liverpool gæti ekki haft betri framkvæmdastjóra og hann er búinn að umbylta öllu hjá félaginu. Aðeins Bill Shankly hefur haft álíka áhrif hjá Liverpool F.C. og enn er eitthvað eftir í þessari stórfenglegu vegferð!TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan