| Sf. Gutt
Frá því Mohamed Salah gekk til liðs við Liverpool hafa aðeins tveir leikmenn í fimm sterkustu deildum Evrópu skorað fleiri mörk. Sannarlega magnaður árangur hjá Egyptanum!
Sigurmark Mohamed Salah á móti Red Bull Salzburg var 77. mark hans fyrir Liverpool frá því hann skoraði sitt fyrsta mark í sínum fyrsta leik á móti Watford í ágúst 2017. Hann skoraði 44 mörk á því keppnistímabili og 27 á því síðasta. Hingað til á þessari leiktíð hefur hann skorað sex mörk. Mörkin 77 hefur Mohamed skorað í 115 leikjum.
Sem fyrr segir hafa aðeins tveir leikmenn skorað fleiri mörk en Mohamed í sterkustu deildum Evrópu. Mörk í öllum keppnum eru talin.
TIL BAKA
Þriðji markahæstur í Evrópu

Frá því Mohamed Salah gekk til liðs við Liverpool hafa aðeins tveir leikmenn í fimm sterkustu deildum Evrópu skorað fleiri mörk. Sannarlega magnaður árangur hjá Egyptanum!
Sigurmark Mohamed Salah á móti Red Bull Salzburg var 77. mark hans fyrir Liverpool frá því hann skoraði sitt fyrsta mark í sínum fyrsta leik á móti Watford í ágúst 2017. Hann skoraði 44 mörk á því keppnistímabili og 27 á því síðasta. Hingað til á þessari leiktíð hefur hann skorað sex mörk. Mörkin 77 hefur Mohamed skorað í 115 leikjum.
Sem fyrr segir hafa aðeins tveir leikmenn skorað fleiri mörk en Mohamed í sterkustu deildum Evrópu. Mörk í öllum keppnum eru talin.

1. Lionel Messi - Barcelona - 96 mörk.
2. Robert Lewandowski - Bayern München - 95 mörk.

3. Mohamed Salah - Liverpool - 77 mörk.
4. Cristiano Ronaldo - Juventus - 76 mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan