| Sf. Gutt
Alisson Becker er farinn að æfa og það styttist í að hann geti farið að æfa af fullum krafti. Það verður þó farið varlega með að setja mikinn kraft í æfingarnar þar til þjálfaraliðið gefur grænt ljós. Í nokkurn tíma hefur þó verið miðað við byrjun október.
John Achterberg aðalmarkmannaþjálfari Liverpool, sem er til vinstri á myndinni, segir að reynt verði að stilla allt vel af þannig að ekki komi bakslag í bata Brasilíumannsins. Sem sagt ekki verður byrjað að æfa af fullum krafti fyrr en ökklinn verður orðinn alveg góður. Eins og allir muna fór Alisson meiddur af velli í fyrstu umferð deildarinnar þegar Liverpool vann Norwich City 4:1 í ágúst.
Hvenær svo sem Alisson Becker kemur aftur til leiks þá má segja að markmannsstaðan sé í góðum höndum. Adrián San Miguel hefur staðið vaktina í markinu í fjarveru Alisson og leikið stórvel. Betur en festir áttu von á.
TIL BAKA
Styttist í að Alisson fari að æfa á fullu

Alisson Becker er farinn að æfa og það styttist í að hann geti farið að æfa af fullum krafti. Það verður þó farið varlega með að setja mikinn kraft í æfingarnar þar til þjálfaraliðið gefur grænt ljós. Í nokkurn tíma hefur þó verið miðað við byrjun október.

John Achterberg aðalmarkmannaþjálfari Liverpool, sem er til vinstri á myndinni, segir að reynt verði að stilla allt vel af þannig að ekki komi bakslag í bata Brasilíumannsins. Sem sagt ekki verður byrjað að æfa af fullum krafti fyrr en ökklinn verður orðinn alveg góður. Eins og allir muna fór Alisson meiddur af velli í fyrstu umferð deildarinnar þegar Liverpool vann Norwich City 4:1 í ágúst.

Hvenær svo sem Alisson Becker kemur aftur til leiks þá má segja að markmannsstaðan sé í góðum höndum. Adrián San Miguel hefur staðið vaktina í markinu í fjarveru Alisson og leikið stórvel. Betur en festir áttu von á.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Pep Lijnders kominn á annan bekk! -
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann! -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Arne jafnar met Kóngsins! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur!
Fréttageymslan

