| Sf. Gutt

Bestur í heimi!


Jürgen Klopp var í dag kjörinn Besti þjálfari karla í heimi fyrir árið 2019 í vali Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þetta er mikill heiður fyrir Jürgen sem hefur unnið tvo Evróputitla á árinu með Liverpool.  Pep Guardiola, Manchester City, var í öðru sæti í kjörinu og Mauricio Pochettino, Tottenham Hotspur, í því þriðja. Aðrir sem voru tilnefndir voru þeir Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands, Fernando Santos þjálfari Portúgals, Tite landsliðsþjálfari Brasilíu, Djamel Belmadi þjálfari Alsír, Ricardo Gareca sem þjálfar Perú, Marcelo Gallardo framkvæmdastjóri River Plate og Erik ten Hag framkvæmdastjóri Ajax.


Jürgen sagði meðal annars þetta þegar hann þakkaði fyrir sig eftir að hafa tekið við verðlaunum sem fylgdu kjörinu. ,,Ég verð að þakka hinu stórkostlega félagi mínu Liverpool FC. Sá sem ekki elskar það er hjartalaus. Ég þarf að þakka eigendum félagsins því þeir færðu mér ótrúlegt lið í hendurnar. Mike Gordon fær sérstakar þakkir. Svo þarf ég að þakka liðinu mínu því sem þjálfari þá ertu bara jafn góður og liðið þitt. Ég er virkilega stoltur yfir því að vera framkvæmdastjóri svona ótrúlegs hóps leikmanna!"

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan