| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Fyrsta landsleikjahrota leiktíðarinnar er að baki. Einn leikmaður Liverpool skoraði í báðum leikjum sínum í hrotunni. Um er að ræða Georginio Wijnaldum sem skoraði síðasta leik leiksins þegar Holland vann Eistland á útivelli. Ryan Babel fyrrum leikmaður Liverpool skoraði tvö fyrstu mörkin. Memphis Depay skoraði eitt mark. Virgil van Dijk var fyrirliði Hollands en Ragnar Klavan, fyrrum félagi hans hjá Liverpool, leiddi Eista. Georginho skoraði í báðum leikjum Hollendinga og í báðum tilfellum var það síðasta mark leiksins. 

Skotar steinlágu heima fyrir Belgum sem unnu 0:4. Andrew Robertson var fyrirliði Skota. Divock Origi kom ekki inn á hjá Belgum. Það gengur ekki vel hjá Steve Clarke, fyrrum þjálfara Liverpool, að koma Skotum í gang. 

Dejan Lovren lék með Króatíu sem gerði 1:1 jafntefli á útivelli við Aserbaídsjan.

Jordan Henderson og Trent Alexander-Gordon spiluðu með Englandi í 5:3 sigri á Kósóvó. Spilað var í Southampton. Joe Gomez og Alex Oxlade-Chamberlain voru á bekknum. 

Roberto Firmino og Fabinho Tavarez spiluðu með Brasilíu sem tapaði 1:0 fyrir Perú í vináttuleik. 

Wales vann Hvíta Rússland 1:0 í æfingaleik. Harry Wilson var í byrjunarliðinu. Tveir fyrrum leikmenn Liverpool, Danny Ward og Joe Allen, hófu leikinn. Ben Woodburn var á bekknum. 





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan