| Sf. Gutt
Fyrri hluti landsleikjahrotunnar er að baki. Fulltrúar Liverpool komu vel við sögu í mögnuðum sigri Hollendinga í Þýskalandi. Grannþjóðirnar hafa lengi elt grátt silfur saman og það var ekkert gefið eftir í Hamborg á föstudagsköldið. Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum voru í byrjunarliði Hollands. Þjóðverjar komust yfir en gestirnir jöfnuðu og náðu svo forystu. Heimamenn jöfnuðu en Hollendingar skoruðu tvö mörk á lokakaflanum og unnu 2:4. Georginio skoraði síðasta mark leiksins á lokamínútu leiksins. Hann átti svo stoðsendingu í þriðja markinu.
Dejan Loren spilaði sinn fyrsta leik á leiktíðinni þegar Króatar unnu 0:4 í Slóvakíu. Hann skoraði síðasta mark leiksins með skalla.
Divick Origi lék í 0:4 sigri Belga á San Marínó.
Andrew Robertson leiddi Skota gegn Rússum í Glasgow. Gestirnir unnu 1:2.
Wales vann Aserbaídsjan 2:1. Harry Wilson spilaði með Wales.
Roberto Firmino spilaði með Brasilíu í vináttuleik á móti Kólumbíu sem lauk 2:2. Fabinho var varamaður og kom ekki við sögu.
Í gær mættu Englendingar Búlgaríu á Wembley. Harry Kane skoraði þrennu og Raheem Sterling eitt í öruggum sigri enskra. Jordan Henderson var í byrjunarliðinu. Alex Oxlade-Chamberlain kom inn á sem varamaður. Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez voru á bekknum.
Þess má geta að Rhian Brewster lék sinn fyrsta leik með undir 21. árs liði Englands sem vann Tyrkland 3:2.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Fyrri hluti landsleikjahrotunnar er að baki. Fulltrúar Liverpool komu vel við sögu í mögnuðum sigri Hollendinga í Þýskalandi. Grannþjóðirnar hafa lengi elt grátt silfur saman og það var ekkert gefið eftir í Hamborg á föstudagsköldið. Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum voru í byrjunarliði Hollands. Þjóðverjar komust yfir en gestirnir jöfnuðu og náðu svo forystu. Heimamenn jöfnuðu en Hollendingar skoruðu tvö mörk á lokakaflanum og unnu 2:4. Georginio skoraði síðasta mark leiksins á lokamínútu leiksins. Hann átti svo stoðsendingu í þriðja markinu.
Dejan Loren spilaði sinn fyrsta leik á leiktíðinni þegar Króatar unnu 0:4 í Slóvakíu. Hann skoraði síðasta mark leiksins með skalla.
Divick Origi lék í 0:4 sigri Belga á San Marínó.
Andrew Robertson leiddi Skota gegn Rússum í Glasgow. Gestirnir unnu 1:2.
Wales vann Aserbaídsjan 2:1. Harry Wilson spilaði með Wales.
Roberto Firmino spilaði með Brasilíu í vináttuleik á móti Kólumbíu sem lauk 2:2. Fabinho var varamaður og kom ekki við sögu.
Í gær mættu Englendingar Búlgaríu á Wembley. Harry Kane skoraði þrennu og Raheem Sterling eitt í öruggum sigri enskra. Jordan Henderson var í byrjunarliðinu. Alex Oxlade-Chamberlain kom inn á sem varamaður. Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez voru á bekknum.
Þess má geta að Rhian Brewster lék sinn fyrsta leik með undir 21. árs liði Englands sem vann Tyrkland 3:2.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan