| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!
Í kvöld verður lokað fyrir félagaskipti knattspyrnumanna. Hér á Liverpool.is verður fylgst með gangi mála eftir því sem fréttir berast.
23:30. Ryan Kent var í kvöld seldur til Rangers. Samkvæmt frétt Liverpool Echo fær Liverpool 6,5 milljónir fyrir Ryan. Milljón getur bæst við ef ákvæði í samningnum verða uppfyllt.
19:00. Liverpool Football Club hefur staðfest sölu Bobby Duncan til Fiorentina. Hann var eitt ár hjá Liverpool en kom þangað frá Manchester City. Liverpool fær 1,8 milljónir punda fyrir Bobby. Hann lék aldrei með aðalliði Liverpool í opinberum leik en stóð sig vel í æfingaleikjum í sumar og skoraði eitt mark.
18:00. Shamal George hefur verið lánaður til Marine fram í janúar. Markmaðurinn ungi var í láni hjá Tranmere Rovers seinni hluta síðustu leiktíðar. Bæði Marine og Tranmere eru á Liverpool svæðinu.
16:00. Samingaviðræður Liverpool og Rangers eru sagðar í gangi. Flest bendir til að Rangers kaupi Ryan. Talið er að Liverpool vilji fá sjö milljónir punda fyrir útherjann.
12:00. Á vefsíðu BBC er greint frá því að Rangers og Liverpool séu í viðræðum um Ryan Kent. Hann var á láni hjá Rangers á síðasta keppnistímabili og gekk vel undir stjórn Steven Gerrard. Rangers vildi fá hann aftur til láns en Liverpool vildi bara selja Ryan ef uppsett verð yrði borgað.
11:00. Liverpool Echo greinir frá því að Bobby Duncan muni ganga til liðs við ítalska liðið Fiorentina í dag. Liverpool hafði áður hafnað lánstilboði og í kjölfarið fór umboðsmaður Bobby mikinn og sagði að honum færi haldið nauðugum hjá félaginu. Núna herma fregnir að Liverpool hafi tekið tilboði upp á 1,8 milljónir sterlingspunda.
7:00. Ekki er reiknað með að mikið gerist í leikmannamálum í dag. Þó hafa ítölsk félög verið orðuð við Dejan Lovren. Hugsanlegt er að hann fari en þó ekki mjög líklegt.

Í kvöld verður lokað fyrir félagaskipti knattspyrnumanna í Evrópu. Reyndar hefur verið lokað fyrir félagaskipti milli félaga á Englandi frá því fyrr í mánuðinum. Ensk félög geta heldur ekki keypt leikmenn frá öðrum heimshlutum en lið utan Bretlandseyja eiga þess kost til kvölds að kaupa leikmenn þaðan.
23:30. Ryan Kent var í kvöld seldur til Rangers. Samkvæmt frétt Liverpool Echo fær Liverpool 6,5 milljónir fyrir Ryan. Milljón getur bæst við ef ákvæði í samningnum verða uppfyllt.

19:00. Liverpool Football Club hefur staðfest sölu Bobby Duncan til Fiorentina. Hann var eitt ár hjá Liverpool en kom þangað frá Manchester City. Liverpool fær 1,8 milljónir punda fyrir Bobby. Hann lék aldrei með aðalliði Liverpool í opinberum leik en stóð sig vel í æfingaleikjum í sumar og skoraði eitt mark.
18:00. Shamal George hefur verið lánaður til Marine fram í janúar. Markmaðurinn ungi var í láni hjá Tranmere Rovers seinni hluta síðustu leiktíðar. Bæði Marine og Tranmere eru á Liverpool svæðinu.
16:00. Samingaviðræður Liverpool og Rangers eru sagðar í gangi. Flest bendir til að Rangers kaupi Ryan. Talið er að Liverpool vilji fá sjö milljónir punda fyrir útherjann.

12:00. Á vefsíðu BBC er greint frá því að Rangers og Liverpool séu í viðræðum um Ryan Kent. Hann var á láni hjá Rangers á síðasta keppnistímabili og gekk vel undir stjórn Steven Gerrard. Rangers vildi fá hann aftur til láns en Liverpool vildi bara selja Ryan ef uppsett verð yrði borgað.

11:00. Liverpool Echo greinir frá því að Bobby Duncan muni ganga til liðs við ítalska liðið Fiorentina í dag. Liverpool hafði áður hafnað lánstilboði og í kjölfarið fór umboðsmaður Bobby mikinn og sagði að honum færi haldið nauðugum hjá félaginu. Núna herma fregnir að Liverpool hafi tekið tilboði upp á 1,8 milljónir sterlingspunda.
7:00. Ekki er reiknað með að mikið gerist í leikmannamálum í dag. Þó hafa ítölsk félög verið orðuð við Dejan Lovren. Hugsanlegt er að hann fari en þó ekki mjög líklegt.

Í kvöld verður lokað fyrir félagaskipti knattspyrnumanna í Evrópu. Reyndar hefur verið lokað fyrir félagaskipti milli félaga á Englandi frá því fyrr í mánuðinum. Ensk félög geta heldur ekki keypt leikmenn frá öðrum heimshlutum en lið utan Bretlandseyja eiga þess kost til kvölds að kaupa leikmenn þaðan.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan