| Grétar Magnússon
Búið er að raða niður leikjum Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þá var einnig staðfest leikdagsetning á deildarbikarleik við MK Dons.
Okkar menn eru í E-riðli og hefja leik gegn Napoli á útivelli þriðjudaginn 17. september. Leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma.
Keppni lýkur í riðlinum þriðjudaginn 10. nóvember á útileik gegn Red Bull Salzburg en flautað verður til leiks klukkan 17:55 að íslenskum tíma.
Aðrir leikir í riðlinum eru sem hér segir:
Miðvikudaginn 2. október: Liverpool - Red Bull Salzburg (kl. 19:00).
Miðvikudaginn 23. október: Genk - Liverpool (kl. 19:00).
Þriðjudaginn 5. nóvember: Liverpool - Genk (kl. 20:00).
Miðvikudaginn 27. nóvember: Liverpool - Napoli (kl. 20:00).
Mótherji Liverpool í 3. umferð enska deildarbikarsins, Carabao Cup, er Milton Keynes Dons sem spila í League One. Leikurinn fer fram á Stadium MK miðvikudaginn 25. september og hefst klukkan 18:45. MK Dons eru sem stendur í 15. sæti deildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki.
Að lokum er svo vert að minnast á það að útileikur við Manchester United sem fara átti fram laugardaginn 19. október hefur verið færður yfir á sunnudaginn 20. október og verður flautað til leiks klukkan 15:30.
TIL BAKA
Niðurröðun leikja

Okkar menn eru í E-riðli og hefja leik gegn Napoli á útivelli þriðjudaginn 17. september. Leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma.
Keppni lýkur í riðlinum þriðjudaginn 10. nóvember á útileik gegn Red Bull Salzburg en flautað verður til leiks klukkan 17:55 að íslenskum tíma.
Aðrir leikir í riðlinum eru sem hér segir:
Miðvikudaginn 2. október: Liverpool - Red Bull Salzburg (kl. 19:00).
Miðvikudaginn 23. október: Genk - Liverpool (kl. 19:00).
Þriðjudaginn 5. nóvember: Liverpool - Genk (kl. 20:00).
Miðvikudaginn 27. nóvember: Liverpool - Napoli (kl. 20:00).
Mótherji Liverpool í 3. umferð enska deildarbikarsins, Carabao Cup, er Milton Keynes Dons sem spila í League One. Leikurinn fer fram á Stadium MK miðvikudaginn 25. september og hefst klukkan 18:45. MK Dons eru sem stendur í 15. sæti deildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki.
Að lokum er svo vert að minnast á það að útileikur við Manchester United sem fara átti fram laugardaginn 19. október hefur verið færður yfir á sunnudaginn 20. október og verður flautað til leiks klukkan 15:30.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan