Virgil van Dijk valinn Leikmaður ársins í Evrópu

Lucy Bronze leikmaður Lyon var hlutskörpust í vali um Leikmann ársins í kvennaflokki. Hún lék áður með Liverpool og varð Englandsmeistari 2013 og 2014.
Virgil er fyrsti varnarmaðurinn sem sigrar í þessu kjöri en það var fyrst haldið í núvernandi mynd fyrir leiktíðina 2010/11. Verðlaunin eru veitt þeim leikmanni sem er talinn hafa staðið sig best í mótum sem Knattspyrnusamband Evrópu stendur fyrir. Sem sagt Evrópumótum félagsliða og landsliða.
Virgil og Alisson Becker voru svo valdir bestir í sínum stöðum. Virgil besti varnarmaðurinn og Alisson sá besti af markmönnum. Trent Alexander-Arnold var þriðji í flokki varnarmanna. Frenkie de Jong, sem lék með Ajax á síðustu leiktíð og er nú kominn í Barcelona var kosinn bestur miðjumanna og liðsfélagi hans Lionel Messi besti framherjinn. Jordan Henderson var í þriðja sæti miðjumanna og Sadio Mané annar á eftir Lionel í vali framherja.
-
| Sf. Gutt
Af síðbúnum sigurmörkum! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Unglingabikarnum -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Það vantaði herslumuninn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Föllum með sæmd! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Nýtt met hjá Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu