| Sf. Gutt
Tilkynnt var í dag að eigendur Liverpool hafi ákveðið að fara í frekari framkvæmdir á Anfield. Nú á að ráðast í að endurbyggja Anfield Road stúkuna sem er stúkan á móti The Kop. Ekki var tekið fram hvenær framkvæmdir hefjast og eins hefur ekkert verið sagt til um útfærslu á endurbyggingunni.
Sem fyrr segir þá á að endurbyggja Anfield Road end stúkuna sem sést hér á myndinni. Eftir að nýja Aðalstúkan var tekin í notkun í byrjun leiktíðarinnar 2016/17 tekur Anfield 54.074 áhorfendur. Eftir að fyrirhuguðum framkvæmdum lýkur á Anfield að taka rúmlega 60.000 áhorfendur.


Stækkunin á Aðalstúkunni tókst sérstaklega vel og tekjur félagsins hafa aukist mikið eftir að hún var tekin í notkun. Bæði tekur leikvangurinn núna um 10.000 fleiri áhorfendur og svo koma miklar tekjur inn vegna stúkunnar sjálfrar í ýmsu formi. Núna tekur við skipulagsferli, öflun tilskilinna leyfa, hönnun og annað sem til þarf áður en hægt er að hefja svona stóra framkævmd.
TIL BAKA
Frekari framkvæmdir á Anfield!

Tilkynnt var í dag að eigendur Liverpool hafi ákveðið að fara í frekari framkvæmdir á Anfield. Nú á að ráðast í að endurbyggja Anfield Road stúkuna sem er stúkan á móti The Kop. Ekki var tekið fram hvenær framkvæmdir hefjast og eins hefur ekkert verið sagt til um útfærslu á endurbyggingunni.

Sem fyrr segir þá á að endurbyggja Anfield Road end stúkuna sem sést hér á myndinni. Eftir að nýja Aðalstúkan var tekin í notkun í byrjun leiktíðarinnar 2016/17 tekur Anfield 54.074 áhorfendur. Eftir að fyrirhuguðum framkvæmdum lýkur á Anfield að taka rúmlega 60.000 áhorfendur.


Stækkunin á Aðalstúkunni tókst sérstaklega vel og tekjur félagsins hafa aukist mikið eftir að hún var tekin í notkun. Bæði tekur leikvangurinn núna um 10.000 fleiri áhorfendur og svo koma miklar tekjur inn vegna stúkunnar sjálfrar í ýmsu formi. Núna tekur við skipulagsferli, öflun tilskilinna leyfa, hönnun og annað sem til þarf áður en hægt er að hefja svona stóra framkævmd.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan