| Sf. Gutt

Niðurtalning - 2. kapítuli


Niðurtalningin fyrir leikinn um Stórbikar Evrópu heldur áfram. Hér er fróðleikur um liðin tvö sem takast á í Istanbúl á miðvikudagskvöldið.

+ Liverpool hefur fimm sinnum leikið um Stórbikar Evrópu og unnið þrívegis.

+ Liverpool vann keppnina árin 1977, 2001 og 2005. Tap varð hlutskiptið 1978 og 1985.

+ Liverpool vann sér líka þátttökurétt árið 1981 en ekkert varð af því að liðið léki gegn Dynamo Tiblisi. Ástæðan var sú að ekki tókst að finna leikdag sem hentaði báðum liðum.

+ Chelsea hefur einu sinni unnið Stórbikar Evrópu. Það var árið 1998. Liðið tapaði Stórbikarleikjum árin 2012 og 2013.  

+ Chelsea tryggði sér rétt til að leika um Stórbikarinn með því að vinna Evrópudeildina. Chelsea vann Arsenal 4:1 að velli í úrslitaleiknum sem fór fram í Bakú. 


+ Liverpool og Chelsea hafa þrisvar keppt í úrslitaleikjum. Chelsea vann 3:2 sigur í úrslitaleiknum um Deildarbikarinn 2005 og aftur 2:1 í úrslitum FA bikarsins 2012. Liverpool vann 2:1 þegar liðin léku um Samfélagsskjöldinn 2006.

+ Sem fyrr segir hefur Liverpool unnið Stórbikarinn þrisvar sinnum. Ekkert annað enskt lið hefur unnið þennan bikar oftar en einu sinni.


+ Phil Neal hefur leikið flesta leiki af leikmönnum Liverpool um Stórbikarinn eða fimm talsins.

+ Terry McDermott og David Fairclough hafa skorað flest mörk Liverpool í Stórbikarnum eða þrjú. Terry skoraði öll í sama leiknum.

+ Þeir Terry og David deila markametinu í Stórbikarnum með sjö öðrum leikmönnum. 


+ Jamie Carragher, Sami Hyypia, John Arne Riise og Dietmar Hamann hafa oftast unnið Stórbikarinn með Liverpool eða tvisvar sinnum. 

+ Liverpool vann Stórbikarinn síðast 2005. Liðið lagði þá CSKA Moskva að velli 3:1 eftir framlengingu. Djibril Cissé skoraði tvö mörk og Luis Garcia eitt.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan