| Sf. Gutt

Ungliðar á braut

Eins og vant er fóru nokkrir ungliðar Liverpool frá Liverpool í sumar. Sumir þóttu mjög efnilegir en þeir náðu ekki að komast alla leið í aðalliðið. Hér að neðan er farið yfir þá ungliða sem fóru frá Liverpool í sumar. 


Cory Whelan fór til Ameríku og fékk samning við Phoenix Rising. Cory hefur síðustu ár verið talinn með efnilegri varnarmönnum Liverpool og hefur spilað með yngri landsliðum Írlands. Hann tilkynnti brottför á Instagrtam síðu sinni með þessum orðum. ,,Ný áskorun, nýr kafli! Sömu markmið."

Conor Masterson, sem er varnarmaður, fékk samning við Queens Park Rangers í sumar. Hann komst þrisvar sinnum á varamannabekk aðalliðs Liverpool. Conor eins og Cory hefur leikið með yngri landsliðum Íra. 
 

Spánverjinn Juanma García kom til Liverpool árið 2016 frá Barcelona. Hann fór frá Liverpool eftir að samningur hans rann út. 

Framherjinn Glen McAuley fór til írska liðsins St Patrick's Athletic. 

Markmaðurinn Ben Williams mun ennþá vera án félags.  

Bobby Adekayne fékk tilboð um nýjan samning en hafnaði honum og gekk til liðs við Lazio. Forráðamenn Liverpool voru ekki ánægðir með framgöngu Lazio og vildu meina að þeir hafi haft ólöglegt samband við Bobby á meðan hann var leikmaður Liverpool. Hann hefur spilað með yngri landsliðum Hollands. 

Nefna má að Allan Rodrigues de Souza er í láni í heimalandi sínu Brasilíu. Hann kom til Liverpool 2015 en hefur ekki fengið atvinnuleyfi á Englandi ef rétt er skilið. Hann er búinn að spila sem lánsmaður hjá Seinäjoen Jalkapallokerho, Sint-Truidense, Hertha Berlin, Apollon Limassol og Eintracht Frankfurt. Hann varð finnskur meistari með Seinäjoen Jalkapallokerho  2015. Allan er nú í láni hjá  Fluminense í Brasilíu. 

Rhys Williams fór í lán til Kidderminster Harriers.

Þegar þetta er skoðað sést að Conor Masterson komst næst aðalliðinu ef svo má segja. Hann komst þrisvar sinnum á varamannabekkinn og mun örugglega minnast þess með glöðum hug.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan