| Sf. Gutt
Jürgen Klopp hefur verið kjörinn Þjálfari ársins í Þýskalandi fyrir árið 2019. Jürgen hlaut 183 stig. Í öðru sæti var Friedhelm Finkel þjálfari Fortuna Düsseldorf með 139 stig. Þriðji var Adi Hütter þjálfari Eintracht Frankfurt og fékk hann 56 stig.
Kjör Jürgen Klopp markaði tímamót í heimalandi hans. Allt frá því kjörið fór fyrst fram árið 2002 hefur aldrei neinn verið kosinn Þjálfari ársins í Þýskalandi sem hefur starfað utan Þýskalands.
Þetta er í þriðja sinn sem Jürgen hlýtur þessa viðurkenningu. Hann var kosinn Þjálfari ársins árin 2011 og 2012 þegar hann stýrði Borussia Dortmund. Aðeins Felix Magath hefur fengið verðlaunin þrisvar eins og Jürgen.
TIL BAKA
Jürgen kjörinn Þjálfari ársins í Þýskalandi

Jürgen Klopp hefur verið kjörinn Þjálfari ársins í Þýskalandi fyrir árið 2019. Jürgen hlaut 183 stig. Í öðru sæti var Friedhelm Finkel þjálfari Fortuna Düsseldorf með 139 stig. Þriðji var Adi Hütter þjálfari Eintracht Frankfurt og fékk hann 56 stig.
Kjör Jürgen Klopp markaði tímamót í heimalandi hans. Allt frá því kjörið fór fyrst fram árið 2002 hefur aldrei neinn verið kosinn Þjálfari ársins í Þýskalandi sem hefur starfað utan Þýskalands.

Þetta er í þriðja sinn sem Jürgen hlýtur þessa viðurkenningu. Hann var kosinn Þjálfari ársins árin 2011 og 2012 þegar hann stýrði Borussia Dortmund. Aðeins Felix Magath hefur fengið verðlaunin þrisvar eins og Jürgen.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður
Fréttageymslan