Harry Wilson lánaður

Harry Wilson var í dag lánaður til Bournemouth. Hann spilar með liðinu allt komandi keppnistímabil. Líklega eru margir stuðningsmenn Liverpool vonsviknir með þessa ákvörðun því Harry spilaði mjög vel á undirbúningstímabilinu og skoraði tvö mörk.

Harry spilaði í láni hjá Hull City seinni hluta keppnistímabilsins 2017/18 og stóð sig vel. En segja má að hann hafi slegið í gegn á síðustu leiktíð þegar hann var lánsmaður hjá Derby County. Hann var með bestu mönnum liðsins sem komst í umspil um sæti í efstu deild. Kosturinn við lánssamninginn sem gerður var í dag er sá að nú ætti að koma í ljós hvort Harry er nógu góður til að spila í Úrvalsdeildinni.

Harry Wilson er alinn upp hjá Liverpool og hefur leikið einn leik með aðalliðinu. Hann er búinn að vera einn efnilegasti leikmaður Liverpool síðustu árin.
-
| Sf. Gutt
Liverpool vann stórsigur á Everton! -
| Sf. Gutt
Ungliðar úr leik -
| Sf. Gutt
Alisson Becker í bann -
| Grétar Magnússon
Gullboltinn 2019 -
| Grétar Magnússon
Fréttaritarar óskast á liverpool.is -
| Grétar Magnússon
Stórleikur í FA bikarnum -
| Grétar Magnússon
Góður sigur á Brighton -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Grétar Magnússon
Stækkun á Anfield Road stúkunni