| Grétar Magnússon

Nýr markvörður

Liverpool voru fljótir að ganga frá markvarðamálum eftir að Simon Mignolet var seldur og gengu frá samningi við hinn spænska Adrian San Miguel. Hann þekkir úrvalsdeildina mjög vel eftir að hafa verið hjá West Ham United í sex ár.



Adrian er 32 ára gamall og í vor rann samningur hans við West Ham út og var ekki endurnýjaður, samningar gengu því hratt fyrir sig þegar Liverpool leituðu til hans. Hann fékk úthlutað treyju númer 13 en það var númerið sem Alisson notaði á síðasta tímabili.

Í sínu fyrsta viðtali við félagið sagði hann: ,,Ég er mjög hamingjusamur, virkilega ánægður með að vera hér, vinna hjá þessum frábæra félagi og gera mitt besta inná vellinum eins fljótt og hægt er."

,,Ég er mjög metnaðarfullur, ég kom hingað til að reyna að vinna allt, reyna að setja pressu á Ali (Alisson Becker) frá fyrstu mínútu og gera liðið betra. Auðvitað vill ég vinna titla. Ég kom hingað til að berjast í öllum keppnum, það eru margar slíkar framundan - við munum berjast og reyna að vinna þær allar."

,,Ég hlakka til að spila minn fyrsta leik á Anfield og reyna að vinna eins marga leiki og hægt er.

Eins og áður sagði spilaði Adrian með West Ham í sex ár og alls urðu leikirnir með Lundúnaliðinu 10 talsins. Þar áður spilaði hann í heimalandinu með Real Betis.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan