| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Harvey Elliott til Liverpool
Kaup Liverpool á Harvey Elliott, ungum og efnilegum leikmanni frá Fulham, voru staðfest í dag.
Elliott varð yngsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar í maí síðastliðnum þegar hann kom inná í leik Fulham og Úlfanna, þá aðeins 16 ára og 30 daga gamall.
Hann fer beint í leikmannahóp félagsins fyrir leikinn gegn Napoli í dag og mun hann einnig fara með liðinu til Frakklands í æfingaferðina til Evian.
Við undirskriftina sagði Elliott: ,,Ég er svo ánægður að hafa skrifað undir samning við Liverpool FC. Draumur minn um að ganga til liðs við félag sem ég hef stutt alla ævi hefur ræst og nú get ég opinberlega kallað mig leikmann félagsins."
,,Ég get ekki beðið eftir því að byrja og það var sérstök tilfinning að klæðast treyjunni í fyrsta skipti. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið og ég er þeirrar skoðunar að Anfield er fullkominn staður fyrir mig til að þróast og bæta mig sem leikmaður."
Elliott varð yngsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar í maí síðastliðnum þegar hann kom inná í leik Fulham og Úlfanna, þá aðeins 16 ára og 30 daga gamall.

Hann fer beint í leikmannahóp félagsins fyrir leikinn gegn Napoli í dag og mun hann einnig fara með liðinu til Frakklands í æfingaferðina til Evian.
Við undirskriftina sagði Elliott: ,,Ég er svo ánægður að hafa skrifað undir samning við Liverpool FC. Draumur minn um að ganga til liðs við félag sem ég hef stutt alla ævi hefur ræst og nú get ég opinberlega kallað mig leikmann félagsins."
,,Ég get ekki beðið eftir því að byrja og það var sérstök tilfinning að klæðast treyjunni í fyrsta skipti. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið og ég er þeirrar skoðunar að Anfield er fullkominn staður fyrir mig til að þróast og bæta mig sem leikmaður."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur
Fréttageymslan

