| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Hópurinn sem fer til Bandaríkjanna
Búið er að tilkynna hvaða leikmenn fara með liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna en hópurinn samanstendur af 28 leikmönnum.
Leikmenn og þjálfarateymi fljúga af stað í dag (þriðjudagsmorgun) og verður fyrsti áfangastaður Indiana þar sem fyrsti mótherjinn verður Borussia Dortmund á Notre Dame leikvanginum á föstudaginn kemur. Eftir það ferðast liðið til Boston þar sem Sevilla verður mótherjinn á Fenway Park, síðasti leikurinn er svo gegn Sporting CP frá Portúgal á Yankee Stadium í New York.
Leikmannahópurinn er eftirfarandi: Clyne, Fabinho, Van Dijk, Wijnaldum, Lovren, Milner, Gomez, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Lallana, Mignolet, Brewster, Robertson, Origi, Matip, Kent, Lewis, Phillips, Jones, Hoever, Ojrzynski, Duncan, Woodburn, Wilson, Larouci, Alexander-Arnold, Van den Berg, Atherton.
Þarna eru nokkur nöfn sem margir kannast lítið sem ekkert við en nýjasta viðbótin í hópnum er Jakub Ojrzynski, pólskur markmaður sem nýlega skrifaði undir samning við félagið og mun leika með U-18 ára liði félagsins á komandi tímabili. Töluverð markvarðavandræði eru hjá félaginu um þessar mundir þar sem Alisson Becker hefur ekki snúið aftur til æfinga vegna þátttöku Brasilíu í Copa America, Caoimhin Kelleher er að jafna sig eftir aðgerð, Vitezslav Jaros á við meiðsli að stríða og Kamil Grabara hefur einnig ekki komið til æfinga aftur vegna þess að hann spilaði með U-21 árs liði Pólverja á Evrópumótinu fyrr í sumar. Grabara hefur þess auki verið lánaður til Huddersfield á komandi tímabili og mun því væntanlega snúa beint til æfinga aftur með þeim.
Félagið brá þá á það ráð að fá markvörðinn Andy Lonergan til sín fyrir Bandaríkjaferðina en hann mun bara taka þátt í æfingum. Lonergan var samningslaus en hann lék með Middlesbrough á síðasta tímabili í næst efstu deild. Hann er 35 ára gamall og lék með ansi mörgum liðum á sínum ferli, en tímabilið 2008-09 lék hann gegn Liverpool í FA Bikarnum með Preston North End og aftur tímabilið 2014-15, einnig í FA Bikarnum en þá fyrir Bolton Wanderers. Liverpool unnu báða þessa leiki.

Leikmenn og þjálfarateymi fljúga af stað í dag (þriðjudagsmorgun) og verður fyrsti áfangastaður Indiana þar sem fyrsti mótherjinn verður Borussia Dortmund á Notre Dame leikvanginum á föstudaginn kemur. Eftir það ferðast liðið til Boston þar sem Sevilla verður mótherjinn á Fenway Park, síðasti leikurinn er svo gegn Sporting CP frá Portúgal á Yankee Stadium í New York.
Leikmannahópurinn er eftirfarandi: Clyne, Fabinho, Van Dijk, Wijnaldum, Lovren, Milner, Gomez, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Lallana, Mignolet, Brewster, Robertson, Origi, Matip, Kent, Lewis, Phillips, Jones, Hoever, Ojrzynski, Duncan, Woodburn, Wilson, Larouci, Alexander-Arnold, Van den Berg, Atherton.
Þarna eru nokkur nöfn sem margir kannast lítið sem ekkert við en nýjasta viðbótin í hópnum er Jakub Ojrzynski, pólskur markmaður sem nýlega skrifaði undir samning við félagið og mun leika með U-18 ára liði félagsins á komandi tímabili. Töluverð markvarðavandræði eru hjá félaginu um þessar mundir þar sem Alisson Becker hefur ekki snúið aftur til æfinga vegna þátttöku Brasilíu í Copa America, Caoimhin Kelleher er að jafna sig eftir aðgerð, Vitezslav Jaros á við meiðsli að stríða og Kamil Grabara hefur einnig ekki komið til æfinga aftur vegna þess að hann spilaði með U-21 árs liði Pólverja á Evrópumótinu fyrr í sumar. Grabara hefur þess auki verið lánaður til Huddersfield á komandi tímabili og mun því væntanlega snúa beint til æfinga aftur með þeim.
Félagið brá þá á það ráð að fá markvörðinn Andy Lonergan til sín fyrir Bandaríkjaferðina en hann mun bara taka þátt í æfingum. Lonergan var samningslaus en hann lék með Middlesbrough á síðasta tímabili í næst efstu deild. Hann er 35 ára gamall og lék með ansi mörgum liðum á sínum ferli, en tímabilið 2008-09 lék hann gegn Liverpool í FA Bikarnum með Preston North End og aftur tímabilið 2014-15, einnig í FA Bikarnum en þá fyrir Bolton Wanderers. Liverpool unnu báða þessa leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan