| Sf. Gutt

Dagur sem mig dreymdi alltaf um!


Bobby Duncan lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í æfingaleiknum á móti Tranmere Rovers. Hann spilaði seinni hálfleikinn og skoraði þegar Liverpool vann 0:6. Ungliðinn segir að þetta hafi verið dagur sem hann hafi alltaf dreymt um. Hann setti þessa færslu inn á Instagram síðu sína eftir leikinn. 

,,Dagur sem mig dreymdi alltaf um. Spilaði minn fyrsta leik fyrir Liverpool. Félag sem ég hef dáðst að frá því ég var ungur drengur og haldið með allt mitt líf. Ekki spilti það ánægjunni að ég skyldi skora og svo spilaði liðið stórvel." 

,,PS. Ég vona að félagi minn @paulglatzel01 fái skjótan bata."

Bobby er frændi Steven Gerrard. Fændi sendi piltinum stutt og laggóð skilaboð á Instagram eftir leikinn. ,,Vel gert strákur."


Bobby Duncan lék lykilhlutverk þegar Liverpool vann Unglingabikarkeppnina á síðustu leiktíð og skoraði í úrslitaleiknum. Hann og Paul Glatzel voru frábærir í framlínu undir 18 ára liðsins og röðuðu inn mörkum. Bobby gleymdi ekki Paul félaga sínum, sem meiddist gegn Tranmere, í gleði sinni eftir leikinn og í eftirskrift sendi hann honum batakveðjur.

Þó svo leikurinn gegn Tranmere hafi bara verið æfingaleikur þá var það greinilega stór stund fyrir Bobby að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið og hvað þá að skora. Það verður spennandi að sjá hversu langt Bobby nær. Hann var hjá Manchester City en fór þaðan til Liverpool fyrir liðna leiktíð. Fyrr í sumar var sagt frá áhuga Borussia Dortmund á Bobby en hann er ennþá hjá Liverpool. Ljóst er að pilturinn er efnilegur og það verður gaman að sjá hversu langt hann nær. 




 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan